Auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum

Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu samning um tannréttingar í heilbrigðisráðuneytinu í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur hefur verið gerður um þjónustu tannréttingasérfræðinga. Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samningurinn felur í sér mikilvæg tímamót og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Samningurinn […]

Bætt þjónusta í síma 1700 og netspjalli Heilsuveru

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu. Hjúkrunarfræðingar og annað sérþjálfað starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknavaktarinnar svara símtölum frá […]

Tekjur sveitarfélaga jukust meira árið 2020 en spár gerðu ráð fyrir

Tekjur sveitarfélaga landsins jukust meira en útkomuspár gerðu ráð fyrir samkvæmt greiningu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert á ársreikningum sveitarfélaga fyrir árið 2020. Rekstrarkostnaður sveitarfélaga reyndist á hinn bóginn nokkuð hærri en áætlað var. Útlit er fyrir að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga verði nálægt áætlunum fyrir rekstrarárið 2021 miðað við gögn frá 49 sveitarfélögum. Gögnin sýna […]

Landspítali fær styrk til að þróa skilvirkari sérfræðiþjónustu við landsbyggðina

Verkefni sem Landspítali vinnur að og felst í þróun tæknilausna til að stuðla að bættu aðgengi landsbyggðarinnar að sérfræðiþjónustu hlaut nýverið 5. milljóna króna styrk af byggðaáætlun Alþingis. Verkefnið snýr annars vegar að beinum samskiptum sjúklinga við sérfræðinga sjúkrahússins og hins vegar að þróun tæknilegra leiða til að skapa skilvirkan og öruggan farveg fyrir ráðgjöf sérfræðinga […]