Lýsir þungum áhyggjum af áformum dómsmálaráðherra
Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni en bæjarráð samþykkti samhljóða að taka þennan dagskrárlið inn með afbrigðum. Í ljósi frétta um ákvörðun dómsmálaráðherra um niðurfellingu lögsagnarumdæma sýslumanna á landsbyggðinni, undir merkjum stafrænnar og skilvirkra stjórnsýslustöðva sýslumanns í heimabyggð, ákvað bæjarráð Vestmannaeyja að fjalla um málið. Samkvæmt upplýsingum bæjarráðs stendur […]
Einn sýslumaður yfir öllu landinu
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur til að einn sýslumaður verði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Þetta má lesa úr frumvarpi sem Jón er sagður ætla að leggja fram á Alþingi innan skamms. Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir formanni Félags sýslumanna að vafasamt sé að þetta sé til bóta og […]
Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arndísi Soffíu Sigurðardóttur sýslumanns í Vestmannaeyjum frá 1. apríl næstkomandi. Hún var metin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu. Arndís Soffía er lögfræðingur með lögreglumenntun og hefur auk þess sótt sér menntun í afbrotafræði. Hún á að baki starfsferli innan lögreglu og sem fulltrúi sýslumanns og nú síðast staðgengill sýslumannsins […]
Breytt tilhögun þjónustu vegna COVID-19
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum vill halda áfram að veita borgurunum þá mikilvægu þjónustu sem embættinu er falið lögum samkvæmt, en þó þannig að lágmarka áhættuna því samfara fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Í því skyni að leita leiða til að tryggja órofinn rekstur hefur eftirfarandi verið ákveðið: Aðgengi að skrifstofu verður takmarkað Skrifstofa embættisins verður lokuð öðrum […]
Verkefni færð til Vestmannaeyja
Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is. Um er að ræða átaksverkefni til […]
Skipar hæfnisnefndir vegna stöðu Sýslumannsins í Vestmannaeyjum
Dómsmálaráðherra hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna skipunar í stöðu Ríkislögreglustjóra: Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, formaður, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara og mannauðssýslu ríkisins Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor í HR Eftirtaldir voru skipaðir í hæfnisnefnd vegna embætta Lögreglustjórans á Austurlandi og Sýslumannsins í Vestmannaeyjum: Kristín […]
Fimm konur sóttu um stöðu sýslumannsins í Vestmannaeyjum
Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var auglýst laus til umsóknar í lok síðasta árs eftir að hér hafði ekki verið starfandi sýslumaður frá því snemma árs. Samkvæmt upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu bárust fimm umsóknir um stöðuna, lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Sæunn Magnúsdóttir – staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum Aníta Óðinsdóttir – Lögmaður Arndís Soffía […]
Hægt að borga með kreditkortum hjá sýslumanni
Frá og með nýliðnum áramótum er hægt að greiða fyrir ýmis gögn og þjónustu sem sýslumenn veita með kreditkortum. Fram til þessa hefur einungis verið hægt að greiða fyrir slíka þjónustu með reiðufé eða debetkorti. Frá og með 1. janúar 2020 má þó einnig greiða með kreditkorti. Einnig má greiða með því að millifæra fjárhæðina […]
Sýslumaðurinn áfram í Vestmannaeyjum
Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að okkur var að berast tilkynning um að staða Sýslumannsins í Vestmannaeyjum verði nú auglýst og einnig verði færð verkefni til Vestmannaeyja til að styrkja embættið og tryggja rekstrargrundvöll þess. Það hefur reynst okkur Eyjamönnum mikilvægt að hafa sýslumanninn staðsettan í Vestmannaeyjum. Það er von okkar að […]