Einstök sunnlensk samstaða um SIGURHÆÐIR

Samstaðan í Sunnlendingafjórðungi um Sigurhæðir – þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis – heldur enn áfram að aukast. Nýlega bættust sýslumennirnir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum við hóp samstarfsaðilanna og einnig Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Þetta þýðir að innan þessara embætta verður til staðar þekking á þeim úrræðum sem þolendum standa til boða á Suðurlandi og munu […]
Eitt hundrað kosið utan kjörfundar

Í dag klukkan 11:00 höfðu 100 manns kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá því að atkvæðagreiðslan hófst þann 13. ágúst sl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns við Heiðarveg 15. Opið er alla virka daga, klukkan 09:15-15:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga klukkan 09:15-14:00. Kosið verður á Hraunbúðum á morgun 15. september […]
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda fimmtudaginn 12. ágúst. Í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar segir meðal annars að samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sé ákveðið að þing verði […]
Verkefnum fjölgar hjá Sýslumanni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í heimsókn í Vestmannaeyjum í dag. Ein af ástæðum fyrir heimsókninni til Eyja var að undirrita samning við sýslumann vegna verkefnis sem hefur hlotið styrk frá forsætisráðuneyti. Markmið verkefnisins er að til verði opinber og samræmdur gagnagrunnur sem unninn er úr starfakerfum sýslumanna og hægt verður að nýta til að varpa […]
Tilraunaverkefni í Vestmannaeyjum

Undirritað hefur verið sameiginlegt verklag Vestmannaeyjabæjar, lögreglu og sýslumanns þegar kemur að málefnum barna en áhersla var lögð á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili. Um er að ræða afurð tilraunaverkefnis sem styrkt var af félagsmálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti eftir að aðgerðarteymi um aðgerðir gegn ofbeldi hafði tilnefnt verkefnið. Aðgerðarteymið skipa þær Sigríður […]
Fjarfundartækni nýtt hjá sýslumanni og héraðsdómi

Þau tímamót urðu í dag að fjarfundarbúnaður var notaður í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. Dómssalur héraðsdóms Suðurlands er í húsnæði sýslumanns í Vestmannaeyjum við Heiðarveg og samnýta stofnanirnar fjarfundarbúnað í sinni starfsemi, sýslumaður fyrir fundi og fyrirtökur og héraðsdómur við meðferð dómsmála. Sérstakar heimildir þurfti til að sýslumenn og dómstólar gætu nýtt sér […]
Fleiri verkefni til Eyja

Dómsmálaráðuneytið hefur falið embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum það verkefni ráðuneytisins að gefa út yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar stofnunar hjúskapar erlendis. Verkefnið felst í móttöku beiðna og fylgiskjala og útgáfu yfirlýsingar, að uppfylltum skilyrðum, um að ekkert sé til fyrirstöðu samkvæmt íslenskum lögum að viðkomandi geti gengið í hjúskap erlendis. Mun sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum taka við verkefninu […]
Samningur um að efla samvinnu um velferð barna undirritaður í Landlyst

Samningur um tilraunaverkefni um velferð barna var undirritað í Landlyst í dag. Verkefnið felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum. Það voru þau Ásmundur Einar Daðason, […]
Sýslumaðurinn stýrir verkefni um að efla samvinnu í málum er lúta að velferð barna

Sýslumanninum í Vestmannaeyjum hefur verið falið að stýra tilraunaverkefni sem felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum. Verkefnið er ein af sjö megintillögum aðgerðateymis gegn ofbeldi […]
Svipuð þátttaka og fyrir fjórum árum

Forsetakosningar fara fram 27. Júní næstkomandi. Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Akóges, Hilmisgötu 15 og hefst kjörfundur kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu er með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum en heildarfjöldi greiddra utankjörfundaratkvæða hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum er nú 247, þar af eru 24 aðsend. Í síðustu forsetakosningum greiddu alls […]