Lýsa áhyggjum af stöðu embættisins

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Bæjarstjórn átti fund með dómsmálaráðherra þar sem staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var rædd. Fram kom í máli ráðherra að stefnumótun fyrir sýslumannsembættin eru í vinnslu í ráðuneytinu og markmiðið sé að efla embættin og þjónustu á landsbyggðinni. Á meðan sú vinna fer fram […]

Kristín Þórðardóttir sett sýslumaður í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur sett Kristínu Þórðardóttur, sýslumanninn á Suðurlandi, tímabundið sem sýslumann í Vestmannaeyjum, frá 1. október nk. til og með 30. september 2024. Tilefni setningarinnar er beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem var skipuð í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti. Kristín Þórðardóttir mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili. […]

Lengdur opnunartími á sýsluskrifstofu í dag og á morgun

Vegna fjölda umsókna um þessar mundir um vegabréf fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri, í tengslum við íþróttaferðalög o.fl., verður lengdur opnunartími á sýsluskrifstofu í Vestmannaeyjum í dag (miðvikudag 3/5) og á morgun (fimmtudag 4/5). Sýslumaður hvetur ungt fólk til nýta lengdan opnunartíma sýsluskrifstofu þessa daga – n.t.t. milli klukkan 15:00 og 15:30 til að […]

Sýslumaðurinn í Eyjum fær varanlegt verkefni

Í tilkynningu frá Dómsmálaráðuneytinu í gær kemur fram að könnun hjónavígsluskilyrða muni einungis fara fram hjá sýslumanni, frá og með 1 september næstkomandi. Könnun hjónavígsluskilyrða, áður en hjónavígsla fer fram, verður nú ekki lengur á hendi presta eða forstöðumanna trú- og lífskoðunarfélaga og umboðsmanna þeirra og gildir einu hvort hjónaefni eiga lögheimili hér á landi […]

Fengu styrk til að skanna skjalasafn

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva. Frá árinu 2018 hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt átta verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á […]

Sýslumaðurinn áfram í Vestmannaeyjum

Fjallað var um það í fjölmiðlum um miðjan mars að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hygðist leggja til að einn sýslumaður yrði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Jón var á ferð í Vestmannaeyjum í gær þar sem hann kominn m.a. til að eiga samtal við starfsmenn á embætti sýslumanns og fulltrúa […]

Funda með dómsmálaráðherra um stöðu sýslumanns

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í hádeginu í dag. Lagt var fyrir bæjarráðs bréf dómsmálaráðherra til Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 21. mars sl., um endurskipulagningu sýslumannsembætta. Í bréfinu er kveðið á um gagngera endurskoðun á skipulagi embættanna sem miðar að því að sameinu öll níu embætti landsins í eitt. Fyrir […]

Lýsir þungum áhyggjum af áformum dómsmálaráðherra

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni en bæjarráð samþykkti samhljóða að taka þennan dagskrárlið inn með afbrigðum. Í ljósi frétta um ákvörðun dómsmálaráðherra um niðurfellingu lögsagnarumdæma sýslumanna á landsbyggðinni, undir merkjum stafrænnar og skilvirkra stjórnsýslustöðva sýslumanns í heimabyggð, ákvað bæjarráð Vestmannaeyja að fjalla um málið. Samkvæmt upplýsingum bæjarráðs stendur […]

Berjast þarf enn á ný um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum

Fregnir af fyrirhugaðri sameiningu sýslumannsembætta sem eru í burðarliðnum innan dómsmálaráðuneytis eru því miður ekki ný af nálinni heldur kunnuglegt stef í eyrum okkar Eyjamanna. Nú hefur eldri hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta verið skellt í nýjan glansbúning aukinnar stafrænnar þjónustu. Við sjáum það svart á hvítu að Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum hefur heldur betur eflst með […]

Einn sýslumaður yfir öllu landinu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur til að einn sýslumaður verði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Þetta má lesa úr frumvarpi sem Jón er sagður ætla að leggja fram á Alþingi innan skamms. Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir formanni Félags sýslumanna að vafasamt sé að þetta sé til bóta og […]

X