Einstök sunnlensk samstaða um SIGURHÆÐIR

Samstaðan í Sunnlendingafjórðungi um Sigurhæðir – þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis – heldur enn áfram að aukast. Nýlega bættust sýslumennirnir á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum við hóp samstarfsaðilanna og einnig Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Þetta þýðir að innan þessara embætta verður til staðar þekking á þeim úrræðum sem þolendum standa til boða á Suðurlandi og munu […]

Eitt hundrað kosið utan kjörfundar

Í dag klukkan 11:00 höfðu 100 manns kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá því að atkvæðagreiðslan hófst þann 13. ágúst sl. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns við Heiðarveg 15. Opið er alla virka daga, klukkan 09:15-15:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga klukkan 09:15-14:00. Kosið verður á Hraunbúðum á morgun 15. september […]

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda fimmtudaginn 12. ágúst. Í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar segir meðal annars að samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sé ákveðið að þing verði […]

Verkefnum fjölgar hjá Sýslumanni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í heimsókn í Vestmannaeyjum í dag. Ein af ástæðum fyrir heimsókninni til Eyja var að undirrita samning við sýslumann vegna verkefnis sem hefur hlotið styrk frá forsætisráðuneyti. Markmið verkefnisins er að til verði opinber og samræmdur gagnagrunnur sem unninn er úr starfakerfum sýslumanna og hægt verður að nýta til að varpa […]

Tilraunaverkefni í Vestmannaeyjum

Undirritað hefur verið sameiginlegt verklag Vestmannaeyjabæjar, lögreglu og sýslumanns þegar kemur að málefnum barna en áhersla var lögð á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili. Um er að ræða afurð tilraunaverkefnis sem styrkt var af félagsmálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti eftir að aðgerðarteymi um aðgerðir gegn ofbeldi hafði tilnefnt verkefnið. Aðgerðarteymið skipa þær Sigríður […]

Fjarfundartækni nýtt hjá sýslumanni og héraðsdómi

Þau tímamót urðu í dag að fjarfundarbúnaður var notaður í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. Dómssalur héraðsdóms Suðurlands er í húsnæði sýslumanns í Vestmannaeyjum við Heiðarveg og samnýta stofnanirnar fjarfundarbúnað í sinni starfsemi, sýslumaður fyrir fundi og fyrirtökur og héraðsdómur við meðferð dómsmála. Sérstakar heimildir þurfti til að sýslumenn og dómstólar gætu nýtt sér […]

Fleiri verkefni til Eyja

Dómsmálaráðuneytið hefur falið embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum það verkefni ráðuneytisins að gefa út yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar stofnunar hjúskapar erlendis. Verkefnið felst í móttöku beiðna og fylgiskjala og útgáfu yfirlýsingar, að uppfylltum skilyrðum, um að ekkert sé til fyrirstöðu samkvæmt íslenskum lögum að viðkomandi geti gengið í hjúskap erlendis. Mun sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum taka við verkefninu […]

Samningur um að efla samvinnu um velferð barna undirritaður í Landlyst

Samningur um tilraunaverkefni um velferð barna var undirritað í Landlyst í dag. Verkefnið felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum. Það voru þau Ásmundur Einar Daðason, […]

Sýslumaðurinn stýrir verkefni um að efla samvinnu í málum er lúta að velferð barna

Sýslumanninum í Vestmannaeyjum hefur verið falið að stýra tilraunaverkefni sem felur í sé að efla og þróa samvinnu sýslumanna, lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili í forsjármálum. Verkefnið er ein af sjö megintillögum aðgerðateymis gegn ofbeldi […]

Svipuð þátttaka og fyrir fjórum árum

Forsetakosningar fara fram 27. Júní næstkomandi. Kjörstaður í Vestmannaeyjum verður í Akóges, Hilmisgötu 15 og hefst kjörfundur kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu er með svipuðum hætti og fyrir fjórum árum en heildarfjöldi greiddra utankjörfundaratkvæða hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum er nú 247, þar af eru 24 aðsend. Í síðustu forsetakosningum greiddu alls […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.