Fræðslufundur í Eyjum – ADHD og parasambönd

Fræðslu- og spjallfundur þar sem skoðað verður ADHD og parasambönd. Farið verður í birtingamyndir jákvæðra og neikvæðra samskipta í samböndum fólks með ADHD, sem og mikilvægi þekkingar á röskuninni, þá fyrir báða aðila í sambandinu. Skoðað verður hvernig hægt er að takast á við áskoranir með jákvæðum hætti til að bæta samskipti. Fræðslufundurinn fer fram […]

Bjórhátíðin hefst á morgun

Hin árlega Bjórhátíð The Broters Brewery verður haldin um helgina og náði blaðamaður tali af Jóa bruggmeistara í miðjum undirbúningi. „Von er á 24 brugghúsum á hátíðina og þar af 6 erlendum húsum,“ segir Jói, „gestir verða líklega á bilinu 4-500 manns.“ Þetta er augljóslega orðinn einn af stóru viðburðunum í Eyjum og margir gestir […]

Baldur kominn á krana

Sjómannabjórinn í ár, Baldur var formlega kynntur í dag við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Hlynur Vídó hélt stutta ræðu og svo var fyrsta bjórnum dælt á glas. Skv. heimildum Eyjafrétta var húsfyllir á staðnum að þessu tilefni og Karlakór Vestmannaeyja tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. (meira…)

Blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn í beinni

Opinn blaðamannafundur fyrir Stjörnuleikinn verður haldinn á Brothers Brewery í kvöld kl. 20:00. Þar koma fram þjálfarar liðanna ásamt einhverjum leikmönnum og svara spurningum fjölmiðlamanna og annarra í sal. Sýnt verður beint frá fundinum á ÍBV TV, útsendinguna má nálgast hér að ofan. (meira…)

Éta í ölstofu bræðranna

Skyndibitastaðurinn ÉTA opnaði aftur um síðustu mánaðarmót, nú inni á ölstofu The Brothers Brewery. Aðspurður segist Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari og eigandi ÉTA, vera hæstánægður með velheppnaða opnun á The Brothers Brewery. Opnunin hafi staðist væntingar, og vel það, þrátt fyrir faraldur og sóttvarnarráðstafanir. „Fyrra húsnæði og fleira gerði það að verkum að þetta var […]

Helltu niður 1000 lítrum af bjór

Afleiðingar heimsfaraldursins gætir víða í samfélaginu. Blaðamaður hjó eftir því í síðustu viku að þeir félagar á Brothers Brewery sögðu frá því á samfélagsmiðlum að þeir neyddust til að hella niður umtalsverðu magni af bjór sökum ástandsins. Við höfðum samband við Hlyn Vídó Ólafsson, bruggara og spurðum hann út í þetta mál og stöðuna almennt […]

Stöndum með íslenskri framleiðslu

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. […]

Frábærlega vel heppnuð bjórhátið – Verður aftur að ári!

Bjórhátíðin The Brothers Brewery “Street Food and Beer festival” fór fram á laugardaginn var og þótti takast vel til. Það var þó ekki sjálfgefið því veðurspáin var ekki endilega með þeim bræðrum í liði. „Þetta gekk í raun vonum framar, við vorum farnir að hafa miklar áhyggjur viku fyrir hátíð vegna veðurspá en þetta gekk […]

Myndlist, Bjór, Leikmannakynning og Búðaráp

Það er nóg við að vera í Eyjum í dag. Myndlistarfélag Vestmannaeyja verður með opið hús í Hvíta húsinu klukkan 16:00 í dag. Allar vinnustofur opnar og tekið á móti gestum. Þennan dag verður opið til klukkan 18.00. Um helgina er opið frá kl. 14.00 til 18.00. Sjómannabjórinn 2020 – Óskar (Háeyri) kemur á dælu […]

Myndi breyta öllu fyrir okkur

Þau eru ófá fyrirtækin í Eyjum sem finna vel fyrir samkomubanninu, þá sér í lagi í veitingageiranum. Veitingahús í Eyjum hafa þó verið dugleg við að aðlagast breyttum aðstæðum og bjóða hver flest upp á heimsendingu á mat. Þegar veitingarnar eru á fljótandi formi og áfengar vandast hins vegar málið. Nýtt áfengisfrumvarp dómsmálaráðherra sem m.a. […]