Súlurnar komnar upp – Myndir

Nú styttist óðum í að tjaldborgin í Herjólfsdal verði tilbúin. Súlurnar voru settar upp í dag en þá er næst að huga að búslóðaflutningum sem verða á morgun og fyrripart föstudags. Eftirfarandi myndir eru teknar þegar komið var að íbúum Sjómannasunds, Sigurbrautar og Golfgötu að setja upp súlurnar sínar. (meira…)

Breytingar á umferðarskipulagi yfir Þjóðhátíð

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 4. ágúst nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 7. ágúst nk.: – Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og framúrakstur bannaður. – Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og […]

Allur akstur inn fyrir hlið bannaður

Í ár verður sú breyting á að allur akstur inn fyrir hlið í Herjólfsdal er bannaður. Þessi ákvörðun er tekin í samráði við lögreglu. Aukist hefur til muna síðustu ár að fólk keyri inn í dal og leggi bílum þar. Það er mikið öryggisatriði að viðbragðsaðilar hafi svigrúm til að athafna sig inn á svæðinu, […]

Bauð dagdvölinni í skemmtiferð

Í gær bauð Alfreð Alfreðsson, hjá Óðni Travel, fólkinu í Dagdvölinni Bjarginu í rútuferð um eyjuna þar sem meðal annars voru skoðaðar breytingarnar á nýja hrauninu og kíkt í Dalinn sem er kominn í þjóðhátíðarbúning. Logn var á Stórhöfða, lundi í bjarginu og skemmtiferðaskip víða. „Stjáni á Emmunni stóð sig meistara vel sem leiðsögumaður. Takk […]

Hvítu tjöldin – næstu dagar

Það er að ýmsu að huga fyrir þá sem ætla að vera með hvítt hústjald í Herjólfsdal. Hér að neðan má finna allar helstu upplýsingar. Miðvikudagur 02. ágúst 2023 Hvítatjaldasúlur fara upp á eftirfarandi tímum: ATH þeir sem ekki mæta á réttum tíma færast aftast í götur. 17:00 Reimslóð, Þórsgata, Týsgata og Efri byggð 17:45 […]

Lokaútgáfa af Þjóðhátíðardagskrá 2023

Þjóðhátíðar vikan er gengin í garð og undirbúningur fyrir hátíðina á fullu. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá Þjóðhátíðar er þó klár og má sjá hana hér fyrir neðan og á dalurinn.is   (meira…)

Ótrúlega góð þjónusta sem boðið er upp á

Í 17 ár hefur Margrét Rós Ingólfsdóttir staðið vaktina í áfallateymi og sálgæslu á Þjóðhátíð. Teymið er staðsett í sjúkraskýlinu ásamt lækni, hjúkrunarfræðingum og sjúkraflutningamönnum. Hvað fer fram í skýlinu? „Í skýlið koma þeir sem þurfa aðhlynningu annað hvort okkar eða heilbrigðisstarfsmanna. Snúnir ökklar, skurðir og ýmislegt annað alvarlegra kemur inn á borð læknis og […]

ZO-ON opnar í Vöruhúsinu

Mikið líf hefur færst í húsnæðið að Skólavegi 1 en íslenska útivistarfatamerkið ZO-ON opnar pop-up verslun þar til húsa í hádeginu á morgun. Verslunin verður opin út sunnudaginn 6. ágúst og boðið verður upp á allt að 70% afslátt. „Við höfum verið að prófa okkur svona áfram á hinum ýmsu stöðum á landinu, til dæmis […]

Talið niður til Þjóðhátíðar

Þá eru ekki nema 11 dagar til Þjóðhátíðar og undirbúningurinn í Herjólfsdal í fullum snúningi. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en meðal þeirra flytjenda sem koma fram eru Bríet, Páll Óskar, FM95Blö, Stuðlabandið, XXX Rottweiler hundar, Sprite Zero Klan og Jóhanna Guðrún. Að auki mun Eurovision-farinn Diljá troða upp í fyrsta skiptið […]

Lokað fyrir umsóknir á tjaldlóðum í dag

Lokað verður fyrir umsóknir klukkan 10:00 í dag til að sækja sér lóð fyrir hvítu tjöldin í Herjólfsdal. Sækja þarf um lóð á dalurinn.is, skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir séu fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að […]