Öflugur leiðangur til Kubuneh í Gambíu
Nú er undirbúningur fyrir næstu ferð í fullum gangi. 1.nóvember næstkomandi fljúgum við frá Íslandi, millilendum í Gatwick og tökum svo 6 tíma flug niður til Gambíu. Í þessa ferð fara með okkur Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir, Nanna Klausen hjúkrunarfræðingur, Arngrímur Vilhjálmsson (Addi) heilsugæslulæknir og Konstantinas Zapivalovas (Kosti) múrari. Daði og Kostas ætla að steypa innkeyrslu […]
Kubuneh styrkir fótboltalið í Kubuneh
Kubuneh-Allir skipta máli rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Til að fjármagna reksturinn er félagið með verslun í Vestmannaeyjum með sama nafni og selur, notaðan, „second hand” fatnað. Hjónin Þóra Hrönn og Daði Páls, sem eiga og reka verslunina láta sér fátt óviðkomandi sem getur bætt líf fólks í Kubuneh og nágrenni. Heilsugæslan þjónar […]
Þóra Hrönn Eyjamaður ársins 2020
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir stendur í ströngu þessa dagana en eins og við höfum áður greint frá opnaði hún nýja fataverslun við Vestmannabraut 37 nú í desember. Þóra Hrönn selur eingöngu notuð föt. Verslunin heitir Kubuneh en það er nafnið á þorpi í Gambíu þar sem Þóra hefur komið að hjálparstarfi en öll afkoma af versluninni […]
Kubuneh verslun með notuð föt opnar
Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir opnaði í dag nýja fataverslun sína við Vestmannabrautar 37. Þóra ætlar eingöngu að vera með til sölu notuð föt eða „second hand“ eins og það er kallað, en Þóra Hrönn er mikil áhugamanneskja um endurvinnslu og bætta nýtingu. Verslunin heitir Kubuneh (borið fram Kúbúne) en það er nafnið á þorpi í Gambíu […]