Eyverjar fresta grímuballi

Eyverjar félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hafa frestað árlegu grímuballi sínu sem fyrirhugað var um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem lesa má hér að neðan. (meira…)
Álfareiðin með Molda

“Á þrettándanum 6. janúar n.k. halda menn uppá Molda” Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll, álfar og aðrar kynjaverur sameinast og kveðja hátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra. Í tilefni þess dúndruðum strákarnir í Molda í eitt stykki tónlistarmyndband við nýju ábreiðuna af laginu Álfareiðin. Myndefni frá þrettándagleðinni í Eyjum er úr heimildarmyndinni Þrettándinn eftir Sighvat Jónsson, […]
Þrettándagleði ÍBV með sóttvarnarsniði

Þrettándagleði ÍBV verður laugardaginn 8. janúar 2022. Hátíðin verður með sama sniði og í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Kveikt verður á kertunum á Molda kl. 19:00, í framhaldinu munu Jólasveinarnir horfa til byggða ofan af Há, til að geta veifað til barnanna og svo verður skotið upp flugeldum af Há, Helgafelli […]
Óhefðbundinn þrettándi (myndir)

Þrettánda hald fór fram með óhefðbundnu sniði í gærkvöldi. Jólasveinar komust ekki til byggða af sóttvarnar ástæðum en létu þó sjá sig á Hánni til að kasta kveðju á Eyjamenn. Óskar Pétur lagði fjall undir fót og smellti nokkrum myndum í gærkvöldi af jólasveinum, þeirra aðstoðar sveinum og skotgenginu á Hánni. (meira…)
Flugeldasýning á fimm fjöllum

Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða. Skotgengið lætur þetta ekkert á sig fá og til að viðhalda smitvarnir ætlar hópurinn að dreifa sér á fimm fjöll í kvöld. Sigurður Bragason talsmaður skotgengisins segir að um tímamóta […]
Þrettándagleði með breyttu sniði

Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða, þrátt fyrir mjööög háan aldur þá eru þau því miður ekki í forgang að fá bóluefni. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. En í sárabót þá munum við kveikja […]
Þrettándinn og Fólkið í Dalnum á VOD-leigur

Heimildarmyndirnar Þrettándinn og Fólkið í Dalnum eru komnar á VOD-leigur Símans og Sýnar. “Væri ekki tilvalið að poppa og eiga stefnumót við Grýlu, Leppalúða, tröll og jólasveina á huggulegu vetrarkvöldi nú eða skella sér í Herjólfsdal og gleyma vetrarlægðunum um stund,” sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Sighvatur Jónsson. (meira…)
Helgistund í Stafkirkjunni

Dagskrá þrettándahelgarinnar lýkur í dag með helgistund í Stafkirkjunni en séra Viðar Stefánsson fer með hugvekju. Sunnudagur 5. janúar 13:00 Helgistund í Stafkirkjunni. Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju. (meira…)
Tröllagleði, búðaráp og bíó

Dagskrá þrettándagleðinnar heldur áfram í dag og hefst með tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni. Laugardagur 4. janúar 12:00-15:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Tröllagleði. Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Söndru Dísar Sigurðardóttur, handboltakonu. Endilega mæta sem flest. 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum. Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum. 15:00 Eyjabíó. Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina […]
Grímuball Eyverja vel sótt

Árlegur grímudansleikur Eyverja fór fram í dag og þar kenndi ýmissa grasa. Góð mæting var hinna ýmsu kynja vera og mikið stuð á svæðinu. Það voru að lokum frænkurnar Bjartey Ósk Sæþórsdóttir og Kolbrún Orradóttir sem báru sigur úr bítum en þær komu dulbúnar sem leigubíll á ballið. Búningurinn var samstarfsverkefni Bjarteyjar og pabba hennar og því […]