Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða, þrátt fyrir mjööög háan aldur þá eru þau því miður ekki í forgang að fá bóluefni. Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV. En í sárabót þá munum við kveikja á kertunum á Molda og vera með flugeldasýningu eins og venjulega ásamt því að Jólasveinarnir munu horfa til byggða ofan af Há, til að geta veifað til barnanna miðvikudaginn 6. janúar kl. 19:00
Eyjamenn er einnig hvattir til að virða fjöldatakmarkanir og sóttvarnir, og vinsamlegast safnist ekki saman í hópum til að fylgjast með. Það myndi gleðja okkur ef þeir sem eiga Þrettándafána myndu flagga þeim þennan dag, ef ykkur vantar einn slíkan þá eigum við nokkra til sölu á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu.
Njótum í garðinum heima og höldum Þrettándakaffi með jólakúlunni okkar!
Þrettándakveðja
ÍBV Íþróttafélag
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst