Slor og Skítur – Live at Eldborg

Hljómsveitin Molda kom fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar ásamt öðrum góðum listamönnum. Molda flutti ásamt Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja lagið Slor og Skítur eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Þeir hafa nú bætt um betur og gefið út tónleikaútgáfu af laginu á Spotify. Mix/Hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson Mastering : Jóhann Ásmundsson Cover mynd : Brynja Eldon […]

Muntra gefur út lag

Vestmanneyska hljómsveitin Muntra var að gefa út sinn fyrsta singul,hið fallega Færeyska lag Fagra blóma í glænýjum búning með íslenskum texta. Lagið var tekið upp á fögrum sunnudegi 28. jan s.l. í Studió Paradís sem er staðsett í Sandgerði og var upptökustjórn í höndum Ásmundar Jóhannssonar. Muntra er samansett af sama kjarna og fólkinu sem hefur hvíslað […]

Ástin mín eftir Sigurjón Vídalín

Í byrjun árs kom út lag eftir Eyjapeyjann Sigurjón Vídalín Lýðsson (Lýðs Ægis og Hörpu Sjonna) og er lagið tileinkað Eyjakonunni Birgittu Dögg Bender Þrastardóttir (Þrastar Johnsen), sem er eiginkona Sigurjóns. Lagið var tekið upp hjá Þóri Úlfars, sem sá einnig um forritun, útsetningu, mastering sem og hljóðfæraleik og bakraddir. Þó var enn einn Eyjamaður […]

Prestur missti fimm börn og fékk sýslumann dæmdan fyrir meiðyrði

Atli Rúnar Halldórsson, sem er mörgum kunnur í Vestmannaeyjum hefur sent frá sér nýja bók. Í ítarlegu viðtali segir hann frá tilurð bókarinnar. Gerir upp við fréttastofu RÚV þar sem hann vann í 13 ár. Segir hvers vegna hann varð blaðamaður og rithöfundur en ekki kjötiðnaðarmaður eða röntgentæknir. „Sagan um Helga prest Árnason á sér […]

Fótbolti úti í Eyjum – Nýtt lag eftir Jón Jónsson

Jón Jónsson hefur samið lag fyrir fótboltamótin í Vestmannaeyjum og er það komið inn á Spotify, hægt að hlusta hér: https://open.spotify.com/album/1jawUcb0Qfxj9vfAnjkx6A… Í tilkynningu frá Orkumótinu eru keppendur hvattir til að læra textann áður en þeir koma, til að geta sungið með þegar Jón mætir á kvöldvökuna til að frumflytja lagið. Textan má lesa hér að […]

Æskuslóð með nýju myndbandi

Árið 2014 gaf Hljómsveitin Afrek frá Vestmannaeyjum út lagið Æskuslóð sem var goslokalag Vestmannaeyja það árið. Í dag eru 50 ár liðin síðan eldgos hófst í Heimaey þegar jörðin rifnaði og þusundir lögðu á flótta.Höfundar Æskuslóð vilja minnast þessa atburðar með því að endurútgefa lagið með myndefni sem tekið var á 8 og 16 mm […]

Eyjasveitin Hrossasauðir með nýja plötu

„Við stofnuðum hljómsveitina árið 2021 þegar ég og trommarinn,  Jón Grétar Jónasson tókum okkur til og stofnuðum hljómsveit,“ segir Kári Steinn Helgason, Skánki um hljómsveitina Hrossasauðir sem gaf út plötu í dag. „Nafnið er tengt áhugamáli okkar, íslensku sauðfé og íslenskum hrossum og því að ég var viss um að enginn notaði þetta nafn á […]

Álfareiðin með Molda

“Á þrettándanum 6. janúar n.k. halda menn uppá Molda” Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll, álfar og aðrar kynjaverur sameinast og kveðja hátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra. Í tilefni þess dúndruðum strákarnir í Molda í eitt stykki tónlistarmyndband við nýju ábreiðuna af laginu Álfareiðin. Myndefni frá þrettándagleðinni í Eyjum er úr heimildarmyndinni Þrettándinn eftir Sighvat Jónsson, […]

Guðni Ágústsson verður á Einsa Kalda í hádeginu

Guðni Ágústsson er lagður af stað út í Eyjar til að kynna bók sína, Guðni: Flói bernsku minnar á veitingastaðnum Einsa Kalda á milli 12.00 og 13.30. Boðið verður upp á dýrindis súpu og góða skemmtun. Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi – með annan fótinn […]

Bókin Guðni – Flói bernsku minnar

Þriðjudaginn 20. desember mætir Guðni Ágústsson út í Eyjar og kynnir bók sína, Guðni: Flói bernsku minnar á veitingastaðnum Einsa Kalda á milli 12.00 og 13.30. Boðið verður upp á dýrindis súpu og góða skemmtun. Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi – með annan fótinn í […]