Una gefur út jólalag

Una Þorvaldsdóttir gaf á dögunum út nýtt jólalag sem hún samndi en Una syngur það sjálf ásamt mágkonu sinni Söru Renee Griffin. Una og Sara hafa gert enn betur fyrir jólin og eru nýbúnar að gefa út jólaplötu. Lagið heitir “Jól komið fljótt” en platan ber nafnið, Jól með Unu og Söru á má finna […]
Óli í Vatnsdal með sína fyrstu bók 91árs

Ólafur Sigurðsson í Vatnsdal og seinna Stapa, vörubílsstjóri, lögregluvarðstjóri, trillukarl, listmálari og ekki síst sagnamaður kynnti bók sína, Undir gjallregni í Eldheimum fyrir skömmu. Vel var mætt og við hæfi að kynna bók um Heimaeyjargosið í Eldheimum. Óli er 91 eins árs en bar það ekki með sér þegar hann kynnti bókina sem er persónuleg […]
Foreign Monkeys afkastamiklir – Breiðskífa væntanleg

Árið 2022 hefur verið nokkuð viðburðaríkt hjá eyjasveitinni Foreign Monkeys. Sveitin sem samanstendur af þeim Gísla Stefánssyni, Boga Ágústi Rúnarssyni og Víði Heiðdal Nenonen hefur sent frá sér þrjár smáskífur sem af er ári og sú fjórða „HIGH“ er á leiðinni 21. október nk. Enn sem komið er hafa smáskífurnar aðeins komið út stafrænt á […]
Myndband við Those That Suffer komið út

Foreign Monkeys hafa sent frá sér tónlistarmyndband við sitt nýjasta lag, Those That Suffer, en það kom út fyrir tveimur vikum síðan. Myndbandið geymir ferðasöguna á bakvið þegar lagið var hljóðritað en lagið var tekið upp í Álsey, einni útey Vestmannaeyja, sumarið 2020. Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson annaðist upptökur og vinnslu á myndbandinu. Lagið hefur […]
Hlébarðar í Vestmannaeyjum (myndband)

Glöggir eyjaskeggjar urðu eflaust hissa þegar þeir sáu tvær ungar konur vafra um eyjuna i hlébarðabúningum um þetta leyti á síðasta ári. Hljómsveitin Ultraflex var hér a ferðinni við upptökur á tónlistarmyndbandi við lagið þeirra Papaya. “Þetta var í fyrsta skipti sem við komum til Eyja og þegar við sáum sólina skína á klettana úr […]
Þjóðhátíðarblaðið 2021 komið út

Þjóðhátíðarblaðið 2021 er komið út og er til sölu í Klettinum og Tvistinum á 1500 kr. Sara Sjöfn Grettisdóttir sá um að ritstýra blaðinu, en henni til aðstoðar voru Lind Hrafnsdóttir sem sá um umbrot og hjónin Vilmar Þór Bjarnason og Þóra Sif Kristinsdóttir sem sáu um auglýsingar. Blaðið er stútfullt af flottum myndum frá […]
Hreimur með þjóðhátíðarlagið “Göngum í takt”

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. Lagið ber heitið “Göngum í takt” og fjallar um eftirvæntinguna sem að kraumar inn í manni þegar að maður er að labba niður í dal, gegnum hliðið og heyrir í drununum úr brekkunni þegar þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð. Hreimur […]
UNDIR HRAUN – minningar Sigurðar Guðmundssonar, Sigga á Háeyri komnar út á hljóðbók

Hljóðbók.is hefur gefið út minningar Sigga á Háeyri frá gosinu 1973. Sigurður upplifði ásamt fjölskyldu sinni að missa heimili sitt í gosinu eins og svo fjölmargir aðrir Eyjamenn. Bókin segir frá gosnóttinni, flóttanum til meginlandsins og því risavaxna björgunarstarfi sem átti sér stað. Lesandinn fær einstaka innsýn í lífið í Eyjum, hvernig fólk sýndi ótrúleg […]
Molda með nýtt myndband – Ymur Jörð

Eyjarokkhljómsveitin Molda sendi í morgunn frá sér nýtt myndband við lagið Ymur Jörð en lagið kom út í mars á þessu ári. Myndbandið er veglegt og skartar meðal annars skemmtilegu myndefni frá gosstöðvunum í Geldingadölum. Lagið er eftir frændurna Albert og Helga Tórshamar. Textinn sem er eftir Sigurmundur G Einarsson fjallar um eldgosið í Heimaey 1973. “Lagið átti upphaflega að koma út á plötunni okkar sem er í vinnslu. Fagradalsfell gýs eins og alþjóð veit, […]
Taka þátt í hljóðleikrita keppni

Skötuhjúin Eyþór Viðarsson og Hem Cleveland hafa um nokkurra ára skeið verið að semja saman tónlist. „Þetta er eitthvað sem við bara gerum okkur til gamans, þannig við höfum í gegnum tíðina samið þrjú lög, en erum að vinna í fjórða, og lang stærsta hingað til,“ sagði Eyþór. Hann segir best að lýsa tónlistinni sem sungnum vísum. „Fyrsta […]