Skötuhjúin Eyþór Viðarsson og Hem Cleveland hafa um nokkurra ára skeið verið að semja saman tónlist. „Þetta er eitthvað sem við bara gerum okkur til gamans, þannig við höfum í gegnum tíðina samið þrjú lög, en erum að vinna í fjórða, og lang stærsta hingað til,“ sagði Eyþór. Hann segir best að lýsa tónlistinni sem sungnum vísum. „Fyrsta lagið var vísa sem ég las fyrir hópinn, Hem söng vísuna til baka og við börðum hana til þar til við vorum kominn með lag. Seinna bætti vinur okkar Travis Vengroff, við tónlist.“
Eyþór segir að um svokölluð Spunahljóðleikrit á netinu sé að ræða. „Leikritið okkar heitir The Lucky Die (TLD) og við höfum verið að framleiða það í þrjú ár. Við tökum einnig þátt í öðrum leikritum og kemur lagið okkar úr leikriti sem heitir Dark Dice.“
Fyrsta og eina íslenska lagið
Þau taka um þessar mundir þátt í Audioverse Awards sem er Hljóðleikrita keppni þar sem er keppt í mörgum mismunandi flokkum. Framlag þeirra er fyrsta og eina íslenska lagið í keppninni. „Við höfum verið tilnefnd í tveimur flokkum. Í einum fyrir lagið okkar sem við sömdum fyrir Dark Dice og hún Hem í öðrum fyrir vinnu hennar sem hlutverka leikstjóri á The Lucky Die undir ritnafninu “Volonda” í sínum flokk fyrir leikstjóra.“
Eyþór segir Audioverse Awards (AVA) ekki stærsta keppni sem í boði er en samt sem áður mjög spennandi fyrir þau að vera þátttakendur en rúmlega 500.000 mans kusu í undanúrslitunum. „Það eru mjög margir flokkar sem hægt er að sjá á heimasíðunni þeirra, síðan eru þrjár kosningar. Fyrsta eru tilnefningar, önnur eru undanúrslit þar sem allir flokkar eru kosnir niður í top 10 og síðan loka kosningar. Við vorum í fjórum flokkum í undanúrslitum komust áfram í tveimur. Kosningarnar eru opnar til 5. des.“
Hægt er að kjósa á meðfylgjandi hlekk https://audioverseawards.net/vote/
Og hér er hægt að hlusta á lagið https://carelessjuja.bandcamp.com/track/funeral-song-1
Öll atkvæði vel þegin
Eyþór segir keppnina fyrst og fremst snúast um kynningu og viðurkenningu. „Sigurinn færir manni aðallega bara mont og grobb réttindi. Að geta staðið með öðrum risum í hljóðleikrita heiminum hjálpar stórkostlega þegar það kemur að því að stækka áhlustenda hóp okkar, margir skoða AVA til að finna ný hljóðleikrit til að hlusta á. Síðan er ekki leiðinlegt að geta sagt að hljóðleikritið okkar er verðlaunahafi. Öll atkvæði eru vel þegin, okkur langar svakalega að vinna þessa keppni,“ sagði Eyþór að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst