HS Veitur eiga og reka vatnsveituna

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að unnið er að mótvægisaðgerðum vegna skemmda á vatnsleiðslu sem varð þann 17. nóvember. Þær felast aðallega í að tryggja núverandi ástand lagnarinnar og undirbúning fyrir viðgerð og lagningu nýrrar vatnsleiðslu við fyrsta tækifæri. Drög að uppfærðri viðbragðsáætlun liggja fyrir hjá aðgerðastjórn, […]
Nægt vatnsrennsli til Vestmannaeyja

Að gefnu tilefni er rétt að árétta að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Almannavarnayfirvöld hafa sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand væri í Vestmannaeyjum vegna þessa og unnið væri að því að koma í veg […]
Að flytja vatn til Eyja í tankskipum algjör fjarstæða

„Ástandið núna kallar á ýmsar pælingar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatnslögnin er löskuð og liggur nærri Klettsnefi. Aðstæðurnar eru afar krefjandi,“ segir Ívar Atlason hjá HS veitum í Vestmannaeyjum í samtali við morgunblaðið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í gær yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á vatnslögninni. Raunveruleg hætta er talin á því að hún […]
Hvað merkir hættustig Almannavarna?

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, ákvað í gær að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Viðbragðsaðilar hafa komið sér saman um 3 háskastig almannavarna sem taka til allra neyðaraðgerða. Almannavarnastig eru flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju […]
Lýsa yfir hættustigi Almannavarna í Vestmannaeyjum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Raunveruleg hætta er á að neysluvatnslögnin rofni alveg. Fyrir liggur að umfang skemmda er mikið og alvarlegt. Skemmdirnar ná yfir um 300 metra kafla á lögninni. Á myndum sem teknar hafa verið neðansjávar […]
Allt gert til að tryggja vatnið!

Núna rétt áðan tilkynnti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þá ákvörðun sína að Vestmannaeyjabær væri settur á hættustig vegna þess ástands sem skapast hefur við tjónið sem varð á vatnslögninni til Eyja fyrir rúmri viku. Það kemur auðvitað óþægilega við okkur öll þegar þær aðstæður skapast að flytja þurfi bæinn okkar á hættustig, en því fylgir reyndar líka […]
Þurfa lengri tíma til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á viðgerð

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til Eyja. Fram kom á fundinum að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa málið til skoðunar telja sig þurfa fleiri daga til viðbótar til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á […]
Bíða eftir upplýsingum fyrir um næstu skref

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til eyja. Búið er að senda allar fyrirliggjandi upplýsingar um tjónið á vatnsleiðslunni til erlendra sérfræðinga og framleiðanda leiðslunnar sem eru nú að fara yfir málið. Eins og staðan er núna […]
FRÉTTATILKYNNING-VATNSLÖGNIN TIL VESTMANNAEYJA

Föstudagskvöldið 17. nóvember varð neysluvatnslögnin til Vestmannaeyja fyrir skemmdum þegar Huginn VE missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Vatnslögnin, sem liggur í sjó milli lands og Eyja, er í eigu Vestmannaeyjabæjar og sjá HS Veitur um rekstur hennar. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. […]
Grænar Eyjar, orkuöryggi og jarðgöng

Starfshópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði til að koma með tillögur um aðgerðir sem heyra undir ráðuneytið og eflt geta samfélagið í Vestmannaeyjum skilaði af sér á mánudaginn 9. október. Fékk Guðlaugur Þór skýrsluna í hendur við athöfn í Eldheimum. Tillögurnar snúa m.a. að bættu orkuöryggi hvað varðar dreifi- og flutningskerfi […]