HS Veitur eiga og reka vatnsveituna

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að unnið er að mótvægisaðgerðum vegna skemmda á vatnsleiðslu sem varð þann 17. nóvember. Þær felast aðallega í að tryggja núverandi ástand lagnarinnar og undirbúning fyrir viðgerð og lagningu nýrrar vatnsleiðslu við fyrsta tækifæri. Drög að uppfærðri viðbragðsáætlun liggja fyrir hjá aðgerðastjórn, […]

Nægt vatnsrennsli til Vestmannaeyja

Að gefnu tilefni er rétt að árétta að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Almannavarnayfirvöld hafa sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand væri í Vestmannaeyjum vegna þessa og unnið væri að því að koma í veg […]

Að flytja vatn til Eyja í tank­skip­um al­gjör fjar­stæða

„Ástandið núna kall­ar á ýms­ar pæl­ing­ar um hvernig aðgerðum skuli háttað. Vatns­lögn­in er löskuð og ligg­ur nærri Kletts­nefi. Aðstæðurn­ar eru afar krefj­andi,“ seg­ir Ívar Atla­son hjá HS veit­um í Vest­manna­eyj­um í samtali við morgunblaðið. Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lýsti í gær yfir hættu­stigi í Vest­manna­eyj­um vegna skemmda á vatns­lögn­inni. Raun­veru­leg hætta er tal­in á því að hún […]

Hvað merkir hættustig Almannavarna?

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, ákvað í gær að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Viðbragðsaðilar hafa komið sér saman um 3 háskastig almannavarna sem taka til allra neyðaraðgerða. Almannavarnastig eru flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila. Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju […]

Lýsa yfir hættustigi Almannavarna í Vestmannaeyjum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Raunveruleg hætta er á að neysluvatnslögnin rofni alveg. Fyrir liggur að umfang skemmda er mikið og alvarlegt. Skemmdirnar ná yfir um 300 metra kafla á lögninni. Á myndum sem teknar hafa verið neðansjávar […]

Allt gert til að tryggja vatnið!

eyjar-vatnsleidsla.jpg

Núna rétt áðan tilkynnti Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þá ákvörðun sína að Vestmannaeyjabær væri settur á hættustig vegna þess ástands sem skapast hefur við tjónið sem varð á vatnslögninni til Eyja fyrir rúmri viku. Það kemur auðvitað óþægilega við okkur öll þegar þær aðstæður skapast að flytja þurfi bæinn okkar á hættustig, en því fylgir reyndar líka […]

Þurfa lengri tíma til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á viðgerð

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði aftur með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til Eyja. Fram kom á fundinum að þeir erlendu sérfræðingar sem hafa málið til skoðunar telja sig þurfa fleiri daga til viðbótar til að meta ástand leiðslunnar og möguleikum á […]

Bíða eftir upplýsingum fyrir um næstu skref

eyjar-vatnsleidsla.jpg

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja fundaði með forsvarsmönnum HS-veitna síðdegis í dag þar sem farið var yfir þá stöðu sem upp er komin vegna tjóns á neysluvatnslögninni til eyja. Búið er að senda allar fyrirliggjandi upplýsingar um tjónið á vatnsleiðslunni til erlendra sérfræðinga og framleiðanda leiðslunnar sem eru nú að fara yfir málið. Eins og staðan er núna […]

FRÉTTATILKYNNING-VATNSLÖGNIN TIL VESTMANNAEYJA

Föstudagskvöldið 17. nóvember varð neysluvatnslögnin til Vestmannaeyja fyrir skemmdum þegar Huginn VE missti niður akkeri sem festist í vatnslögninni. Vatnslögnin, sem liggur í sjó milli lands og Eyja, er í eigu Vestmannaeyjabæjar og sjá HS Veitur um rekstur hennar. Málsatvik eru í rannsókn en skipið var komið inn fyrir Klettsnef þegar atvikið átti sér stað. […]

Grænar Eyjar, orkuöryggi og jarðgöng

Starfshópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði til að koma með tillögur um aðgerðir sem heyra undir ráðuneytið og eflt geta samfélagið í Vestmannaeyjum skilaði af sér á mánudaginn 9. október. Fékk Guðlaugur Þór skýrsluna í hendur  við athöfn í Eldheimum. Tillögurnar snúa m.a. að bættu orkuöryggi hvað varðar dreifi- og flutningskerfi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.