Gul viðvörun á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suður- og Suðausturlandi. Búast má við norðaustan hvassviðri eða stormi á Suðurlandi og allt að 15-23 m/s. Hvassast verður syðst á svæðinu með snörpum vindhviðum og getur vindurinn verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn mind og hættulegur þeim sem viðkvæm eru fyrir vindi. Viðvörunin […]

Ófært til lands

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður siglingar fyrri part dags v/veðurs og sjólags. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning,” segir í tilkynningu frá Herjólfi. Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 15:00 […]

Það fer nú að verða verra ferða veðrið

Það er útbreidd tómstundaiðja á Íslandi að láta sumarveðrið valda sér vonbrigðum og jafnvel láta það fara í taugarnar á sér. Vestmannaeyingar hafa þó síðustu ár getað stólað á þokkalegt veður í maí mánuði. Því hefur ekki verið fyrir að fara þetta árið og ætlar mánuðurinn að enda með látum ef eitthvað er að marka […]

Skólar og stofnanir bæjarins loka við rauða viðvörun

Bæjarráð ræddi í vikunni fyrirkomulag og forsendur fyrir lokun stofnana bæjarins þegar óveður gengur yfir. Jafnframt ræddi bæjarráð um að samræma ferla vegna lokana stofnana og við hvaða forsendur skuli miðað við ákvarðanir um slíkt. Ákveðið var að miða skuli lokanir stofnana og lokanir/frestun skólastarfs við litakerfi Veðurstofu og samráð við lögreglu. Forstöðumenn taka ákvörðun […]

Ekki meira siglt í dag

Herjólfur..jpg

Ákveðið hefur verið að fella niður seinni ferð dagsins vegna veðurs og sjólags. Skv. spá á að bæta í vind þegar líða tekur á kvöldið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, fraktar og áhafnarmeðlima í huga. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að […]

Vonskuveður í fyrramálið

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir Eyjamönnum á að veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Á milli 06:00 og 10:00 í fyrramálið er spáð sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur […]

Rafmagnslaust í Eyjum

Samkvæmt Landsneti þá leysir Rimakostlína 1 út og rafmagnslaust er í Vík, Landeyjum ásamt Vestmannaeyjum. Farið verður með línunni og varafl ræst í Vestmannaeyjum. (meira…)

Ekki meira siglt í dag

Herjólfur siglir ekki meira í dag. Einnig hefur verið ákveðið að fresta för í fyrramálið þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. “Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag vegna appelsínugulrar viðvörunar sem ríkir á Suðurlandi. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnar í huga. Hvað varðar siglingar í […]

Appelsínugul viðvörun í dag

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir suðurland í dag. Spáð er að hvessi þegar líður á daginn, seinnipartinn er gert ráð fyrir að það verði austan stomu eða rok, 20-28 m/s með mjög snörpum vindhviðum, hvassast austantil. Einnig má búast við talsverðri snjókomu eða slyddu með lélegu skyggni. Ekkert ferðaveður og hætt við foktjóni. […]

Stormur og asahláka, lögreglan varar við vatnstjóni

Veðurstofan hefur gefið út glua veðurviðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á morgun. Á suðurlandi er gert er ráð fyrir suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s. Sums staðar snjókoma, einkum á fjallvegum. Hlýnar síðan og fer að rigna á láglendi, hlýnar einnig síðar á fjallvegum. Búast má við mikilli hálku eftir að hlýnar. Hiti […]