Formlegt skólahald hefst klukkan níu

Enn er mikið hvassviðri í Eyjum og appelsínugul viðvörun í gangi. Stefnt er að því að formlegt skólahald við GRV hefist kl. 9:00. Skólinn verður samt sem áður opin frá 7:45 eins og venjulega. Nemendur verða ekki sendir í frímínútur eða íþróttir meðan veðrið er vont. Lögreglan í Vestmannaeyjum varar gangandi vegfarendur við því að […]
Áfram læti í veðrinu

Veðurstofan hefur gefið út appelsíunugula viðvörun fyrir landið allt en suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og í nótt, veðrið versnar fyrst sunnanlands. Suðvestan óveður skellur síðan á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun. “Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu eða rigningu. Útlit fyrir foktjón og fólki er ráðlagt að ganga frá […]
Messufall í Landakirkju

Vegna veðurs og færðar verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta í Landakirkju í dag. “Við hvetjum alla þess í stað til að kveikja á kerti heima hjá sér og biðja fyrir bænarefnum sínum hvort heldur sem er í einrúmi eða með öðrum. Förum varlega” segir í tilkynningu frá Landakirkju. (meira…)
Ekkert út að gera

Enn eru götur ófærar í Vestmannaeyjum. Starfsmenn bæjarins eru byrjaðir að ryðja en töluvert er af föstum bifreiðum víðsvegar um bæinn. Lögreglan biðlar því til íbúa um að vinsamlegast að vera ekki á ferðinni svo unnt sé að hreinsa göturnar en það tefur ferlið töluvert að bifreiðar séu fastar og fyrir snjóruðningstækjum. Ákveðið hefur verið […]
Þungfært í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill góðfúslega benda ökumönnum á að nú er mikill skafrenningur og vegir því fljótir að fyllast af snjó. Nú þegar eru nokkrir vegir illfærir, Áshamar, Goðahraun, Hraunvegur, Helgafellsbraut, Hamarsvegur o.fl. Við viljum benda ökumönnum á að vera ekki að fara út í umferðina á ökutækjum sínum að ástæðulausu. Þá bendum við eyjamönnum […]
Mikið tjón á 17. teig í veðurofsanum

Mikið tjón varð á 17. teig á golfvellinum í Vestmannaeyjum í veðurofsanum sem gekk yfir landið í síðustu viku. Eins og sést á eftirfarandi myndum hrifsaði sjórinn stóran hluta af teignum í burtu. Sautjánda holan er talin ein fallegasta par 3 hola landsins. Hún mælist 133 metrar af öllum teigum en teigurinn liggur við Kaplagjótu. […]
Sighvatur VE slitnaði frá bryggju

Sighvatur VE uppsjávarveiði skip Vinnslustöðvarinnar losnaði frá bryggju í morgunn og rakst utan í Ísleif VE með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á rekkverki Sighvats. Búið er að koma böndum á skipið. Til stendur að meta tjónið betur þegar birta tekur af degi. (meira…)
Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum

Rafmagnslaust er nú í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti varð útleysing á spenni 1 í Vestmannaeyjum. Uppfært 10:30 – Rafmagn komið á en virðist óstöðugt og hefur flökt nokkuð. (meira…)
Sinntu einu útkalli í nótt

Vonskuveður gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt eins og spáð hafi verið. Meðalvindhraði fór á Stórhöfða fór í 35 m/s og 46 m/s í hviðum á fimmta tímanum í nótt. Björgunarfélag Vestmanneyja sinnti einu útkalli um það leiti þá fór klæðning að fjúka af íbúðarhúsi á Kirkjuvegi. Versta veðrið hefur gengið niður en spáð er áframhaldandi […]
Lokað til níu og engin sýnataka

Vegna slæmrar veðurspár fyrir morgundaginn verður engin sýnataka vegna COVID-19 mánudaginn 7.2.2022. Eins bendum við á að skiptiborð HSU opnar ekki fyrr en kl. 9:00 og öll almenn þjónusta mun liggja niðri til kl. 9:00. SÍMI VAKTÞJÓNUSTU LÆKNA OG HJÚKRUNARFRÆÐINGA Á HSU ER 1700 Í NEYÐARTILVIKUM HRINGIÐ Í 112 (meira…)