Framhaldsskólinn lokaður fram að hádegi

Framhaldsskólinn verður lokaður fyrir hádegi á morgun, mánudag. Nemendur hvattir til að nýta tímann til að læra. Skólahúsnæðið verður lokað. Skólameistari (meira…)
Herjólfur siglir ekki í tvo sólarhringa í það minnsta

Tekin hefur verið sú ákvörðun að Herjólfur sigli ekki á mánudag né þriðjudag vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Spáð er rauðri viðvörun á Suðurlandi, suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi. Gera má ráð fyrir að vegir verði lokaðir til og frá Þorlákshöfnn. Einnig spáir yfir 10 metra ölduhæð á siglingaleið. “Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin […]
Rauð viðvörun í nótt

Rauð viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Hún tekur gildi klukkan 4 í nótt. Viðvörunin gildir til klukkan 8.30. „Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarvsæðisins og á Kjalarnesi. Miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Fólki er ráðlagt að […]
Gul viðvörun eftir hádegi

Verðustofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun eftri hádegi í dag vegna veðurs á Höfuðborgarsvæði, Suðurlandi og Faxaflóa. Höfuðborgarsvæðið Suðaustan hvassviðri og snjókoma (Gult ástand) 31 jan. kl. 13:00 – 15:00 Suðaustan 13-20 m/s og snjókoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Suðurland Suðaustan hvassviðri og snjókoma (Gult ástand) 31 jan. kl. 13:00 – 16:00 […]
Nokkur útköll vegna veðurs (myndir)

Björgunarfélag Vestmanneyja hefur sinnt fjórum verkefnum í það sem af er degi vegna foktjóna víðs vegar um bæinn. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélagsins sagði að um minniháttar tjón væri að ræða. “Við vorum ræstir út rétt fyrir ellefu og síðustu menn voru komnir í hús núna fyrir hálf tvö. Samkvæmt spám er það versta gegnið yfir […]
Sinntu nokkrum minniháttar verkefnum (myndir)

Bálhvasst var í Vestmannaeyjum í nótt og náði veðrið hámarki um miðnætti en þá var meðalvindhraði á Stórhöfða 31 m/s og fór í 38 m/s í hviðum. Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti nokkrum minniháttar verkefnum að sögn Arnórs Arnórssonar formanns félagsins. Þar á meðal var geymsluskúr sem fauk eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Vegna veðurs […]
Dýpri lægðir sjást varla

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir suðurland sem gildir frá 5 jan. kl. 21:00 – 6 jan. kl. 04:00. Spáð er suðaustan 20-28 m/s, hvassast með suðurströndinni. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát […]
Kap strandaði í Vestmannaeyjahöfn (myndir)

Kap VE uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar losnaði rétt í þessu eftir að hafa strandað í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var á leið til löndunar á síld í Eyjum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði þetta miður en væri að koma fyrir annað slagið. “Það hleðst reglulega upp rif þarna þar sem Herjólfur er að snúa sér. Þegar þessir stóru skip […]
Varðskipið Þór aðstoðaði flutningaskip við Vestmannaeyjar

Varðskipið Þór var kallað út í nótt þegar talsverð slagsíða kom á erlent flutningaskip sem statt var suður af landinu. Farmur skipsins hafði færst til í vonskuveðri þegar skipið fór fyrir Reykjanes. Áhöfnin freistaði þess að fara inn til Vestmannaeyja áður en aðstæður versnuðu. Hallinn jókst þegar leið á og áttu skipstjórnarmennirnir í erfiðleikum með […]
Ofsaveður í Vestmannaeyjum (myndir)

Ofsaveður gengur nú yfir Vestmannaeyjar vindhraði á Stórhöfða hefur farið í 57 m/s í hviðum. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja sagði í samtali við Eyjafréttir um hefðbundna haustlægð að ræða. “Við erum komin í rúmlega 20 útköll með 15 manns úti. Veðrið er að ganga niður núna veðrið. Í sumum tilfellum er ekkert hægt að […]