Magnaðar myndir frá síðustu stundum Blátinds

Óskar Pétur fylgdist vel með síðustu stundum Blátinds á floti og tók þessar myndir. Sjá einnig: Blátindur losnaði og flaut inn í höfn Blátindur er sokkinn (meira…)
Flutningur á raforku til Eyja kominn í lag

Landsnet hefur lokið viðgerðum á flutningskerfinu. Flutningur á raforku til Eyja er því orðinn eðlilegur. HS Veitur vilja þakka Eyjamönnum fyrir rafmagnssparnaðinn, sem varð til þess að skömmtun var í algjöru lágmarki. (meira…)
Enn þarf að fara sparlega með rafmagn

Ívar Atlason hjá HS veitum segir að enn sé verið að keyra varaafl á fullum afköstum en viðgerð stendur yfir. “Landsnet er að vinna að viðgerð á Hellulínu og Hvolsvallar línu”. Hann biður Eyjamenn að fara sparlega með rafmagn meðan þetta ástand varir. (meira…)
Dýpsta lægð sögunnar á leiðinni?

Nú þegar íbúar á sunnanverðu landinu eru farnir að treysta sér út eftir föstudagslægðina er rétt að fara að fjalla um næstu lægð sem dýpkar nú ört og nálgast landið hratt úr suðvestri. Samkvæmt spám staðnæmist lægðin svo suður af landinu. Vindur verður minni á landinu heldur verið hefur í dag. Þó verður hvasst (yfir […]
Skerðing á raforku í Vestmannaeyjum – Íþróttahúsið lokað

Þessa stundina eru Vestmannaeyjar keyrðir á varaafli þar sem Landsnet getur ekki afhent raforku til Eyja. Af þeim sökum þarf að skerða raforku og verður rafmagnslaust í hluta vestubæjar eftir hádegi í dag og fram eftir degi. Íþróttahús Vestmanneyja, þ.m.t. sundlaugin, verður lokað í allan dag vegna skorts á rafmagni. Lágmarksrafmagn er nú tryggt með […]
Sinntu á fjórða tug verkefna (myndir)

Veður er farið að ganga veruleg niður í Vestmannaeyjum og engar aðstoðarbeiðnir borist tið aðgerðastjórnar síða um kl. 11. Aðgerðastjórn hætti því störfum kl. 12 en hún tók til starfa á miðnætti. Á fjórða tug verkefna var sinnt af hendi Björgunarfélags Vestmannaeyja og lögreglu. Ljóst er að viðvaranir og undirbúningur íbúa og eigenda fyrirtækja skipti […]
Stofnanir og leikskólar Vestmannaeyjabæjar verða áfram lokaðir

Leikskólar og stofnanir Vestmannaeyjabæjar opna ekki kl.12 í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir í fyrr tilkynningu. Veður er enn slæmt og rafmagn óstöðugt. Fólk er beðið að halda sig heima og fylgjast með tilkynningum. Tekin verður ákvörðun með opnun á Íþróttahúsinu kl. 15 í dag Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri (meira…)
Blátindur er sokkinn

Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn rétt í þessu. Áður höfðu starfsmenn hafnarinnar náð bátnum sem losnaði frá festingum sínum á Skansinum. Blátindur VE21 var smíðaður í Eyjum 1947 af Gunnari Marel Jónssyni og var samfellt í útgerð til ársins 1992 en var endurgerður að frumkvæði áhugamannafélags um endurbyggingu vélbátsins sem stofnað var árið 2000. Blátindur losnaði […]
Blátindur losnaði og flaut inn í höfn

Blátindur hefur losnað af festingum sínum og flotið til vesturs í átt að Vestmannaeyjahöfn. Háflóð var við Vestmannaeyjar klukkan 9:26. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar fóru á Lóðsinum og náðu bátnum en hann er að sögn viðstaddra við það að sökkva. Bátnum var komið fyrir við Skansinn 2018 en þá var hann færður í lægi sem útbúið var […]
Útköllin orðin 25

Ennþá er hvasst í Vestmannaeyjum kl. 9. Vindhraði var 38 m/s en 54 m/s í hviðum. Það hefur heldur lægt síðan í nótt er mesti vindhraði var 44 m/s. Íbúar eru enn hvattir til að vera ekki á ferðinni. Það er hálka á götum, krapi og mikil bleyta. Það sem af er nætur hafa komið […]