Eyjamenn beðnir að spara rafmagn

Eyjamönnum var að berast eftirfarandi skilaboð frá HS veitum: Kæri viðskiptamaðurFlutningskerfi Landsnets hefur laskast í óveðrinu og er rafmagn í Eyjum eingöngu framleitt með ljósavélum. Biðjum alla að spara rafmagn eins og kostur er, annars þarf að grípa til skömmtunar. (meira…)

Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði

Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum. Í gær var haft samband við öll fyrirtæki í Eyjum og þau beðin um að keyra niður alla starfsemi eins og mögulegt er í dag. Aðeins þá sé möguleiki að halda […]

Veðrið gæti haldist stöðugt svona næstu 2-3 tímana

Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjafréttir að búast megi við því að veðrið gæti haldist stöðugt svona næstu 2-3 tímana. Verkefni næturinnar hafi verið af öllum toga en fá þeirra hefðu verið stór eignatjón. „Austan áttin hentar okkur oft betur en norð-vestanáttin sem við vorum að fást við í Desember.“ Arnór […]

18 útköll í nótt – myndir

Veðurofsinn í Vestmannaeyjum virðist nú vera að nálgast hámark. Það kemur fram á facebook síðu Lögreglunnar að Viðbragðsaðilum hafi borist 18 útköll. Fyrstu útköllin fóru að berast upp úr eitt í nótt, þau hafa verið víða að úr bænum. Meðalvindhraði á Stórhöfða klukkan 7:00 var 44 m/s og fóru hviður upp í 56 m/s. Haft […]

Nú er það rautt – víða lokað fyrir hádegi

Veðurstofan hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Austan rok eða ofsaveður eða jafnvel fárviðri, 28-35 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Snjókoma með köflum og mikill skafrenningur líklegur. Miklar samgöngutruflanir og niðurfelling þjónustu líkleg. Sjávarstaða er hækkuð og […]

Framhaldsskólinn lokaður fyrir hádegi á morgun

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fellir niður kennslu og verður lokaður í fyrramálið vegna veðurs. Stefnt er að því að hann opni aftur kl. 12.30. Skólinn bætist því við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem ætla að hafa lokað fram yfir hádegi vegna veðurofsans sem gengur yfir í morgunsárið á morgun. Enda hefur lögreglan beint því til fólks […]

Engar ferðir með Herjólfi á morgun

Herjólfur var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu. “Í ljósi fyrirhugaðrar veðurspár og siglingar aðstæðna hafa skipstjórar Herjólfs tekið ákvörðun að fella niður siglingar ferðir föstudagsins, 14. febrúar. En sú ákvörðun er tekin með öryggi farþega og áhafnar í huga. Engar ferðir 14. Febrúar” (meira…)

Stofnanir bæjarins lokaðar fyrir hádegi á morgun – Skólahald fellur niður

Vegna spár Veðurstofu Íslands um ofsaveður í nótt og fyrramálið (föstudaginn 14. febrúar nk.) og tilkynningu frá lögreglu, hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að loka stofnunum bæjarins í fyrramálið og fram að hádegi. Ekkert skólahald verður í Grunnskóla Vestmannaeyja allan morgundaginn. Leikskólinn Kirkjugerði, leikskólinn Sóli, fimm ára deildin Víkin og íþróttahúsið, þ.m.t. sundlaugin, opna kl. 12 á […]

Lögreglan biður fólk að vera heima á meðan versta veðrið gengur yfir

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir að afar slæm veðurspá er fyrir landið og hefur veðurstofan sett á appelsínugula viðvörun fyrir landið allt. Veðrið verður verst á spásvæði Suðurlands og þar eru Vestmannaeyjar undir. Spáð er austanátt, allt að 37 m/sek og mun meira í hviðum. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á öllu landinu. Almannavarnir eru […]

Óveðursmyndband

Nú stefnir enn ein óveðurslægðin yfir landið og fólk beðið að huga að sínu nær umhverfi og binda niður lauslega hluti. Félagarnir Olegs og Sergei sem koma frá Lettlandi en búa í Vestmannaeyjum gerðu þetta myndband um óveðrið sem gekk yfir Vestmannaeyjar þann 10. desember síðastliðinn. Augljóst er að töluverð vinna liggur að baki myndbandinu […]