Skrifað undir samning um rekstur Herjólfs

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjarbæjar skrifuðu í dag undir samning um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Þetta er endurnýjun og framlenging á eldri þjónustusamningi. „Reksturinn er ríflega ársgamall og kominn í gott horf eftir þá reynslu. Fyrri samningur var þróunarsamningur og mjög ánægjulegt að nú er kominn á framtíðarsamningur. Búið er að taka […]

Nýr samningur tækifæri til að vinna upp tap ársins 2020

Bæjarstjóri lagði á þriðjudag fram drög að endurnýjuðum samningi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fyrir bæjarráð. Samninganefnd Vestmannaeyjabæjar kynnti samninginn fyrir bæjarfulltrúum daginn áður. Samningurinn verður lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Samningurinn verður birtur þegar búið er að undirrita hann. Stefnt er að undirritun mánudaginn 8. febrúar nk. Bæjarráð […]

Eng­inn vildi setja upp fend­era

Eng­inn áhugi virðist vera hjá verk­tök­um að setja upp svo­kallaða fend­era í höfn­um. Í tvígang hafa slík útboð verið aug­lýst á vef Vega­gerðar­inn­ar en eng­in til­boð bár­ust í verk­in. Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Fend­er­ar eru viðameiri og betri en það sem venju­lega er sett upp í höfn­um, þ.e.a.s. hjól­b­arðar eða gúmmíslöng­ur […]

Gjaldskrá Herjólfs mun hækka frá og með 1. desember

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur náðst samkomulag milli samninganefndar Herjólfs ohf. og Vegagerðarinnar um drög að samningi um rekstur Herjólfs ohf. næstu árin. Unnið er að því að ljúka við gerð hins formlega samnings. Rekstur og fjárhagur félagsins hefur verið þungur á þessu ári og hefur covid -19 haft mikil áhrif þar […]

Mikilvægt að eyða óvissu félagsins og starfsmanna um framhaldið

Viðræður samninganefndar Vestmannaeyjabæjar við Vegagerðina vegna þjónustusamnings um rekstur Herjólfs voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Viðræður eru hafnar og hafa aðilar átt tvo fundi. Allur samningurinn er undir í viðræðunum. Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstöður viðræðna milli samninganefndar Vestmannaeyja og Vegagerðarinnar vegna rekstur Herjólfs skýrist fljótt svo hægt sé að eyða […]

Minni sandur en vanalega á þessum árstíma

Áætlað er að Herjólfur fari í slipp í næstu viku og kemur þá Herjólfur III til með að leysa nýja Herjólf af á meðan. Um ábyrgðarskoðun á skipinu er að ræð sem getur tekið nokkrar vikur. Ljóst er að ef Herjólfur III á að halda uppi áætlun í Landeyjahöfn þarf að vera nægt dýpi fyrir […]

Búið að tryggja að slíkt geti ekki komið fyrir aftur

Eins og Eyjafréttir greindu frá í byrjun ágúst þótti mildi að ekki urðu slys á fólki þegar landgangur við Herjólf hrundi til jarðar. Verið var að setja upp nýja göngubrú og grænt ljós komið á notkun hennar þegar hún hrundi. Við heyrðum í G. Pétri Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar með stöðuna á brúnni og hvort málið […]

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar

Umræða um framtíðarskipulag Vestmannaeyjahafnar fór fram á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Ráðið átti fund með fulltrúum siglingasviðs Vegagerðarinnar varðandi möguleika Vestmannaeyjahafnar til að taka við stærri skipum. Skoðaðir verða nokkrir möguleikar varðandi framtíðarskipulag. Ráðið bendir á að skv. gildandi Aðalskipulagi sem samþykkt var árið 2018 er gert ráð fyrir stórskipakanti norðan Eiðis og […]

Nýr landgangur fyrir Herjólf

Unnið er að útboði á uppsetningu á nýrri landgöngubrú fyrir Herjólf. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjafréttir. Landgangurinn var smíðaður í Póllandi og kom með skipinu til landsins á síðasta ári. Ekki hefur unnist tími til að setja upp nýja landganginn en til stendur að koma honum upp nú þegar […]

Þrúður leysir Dísu af við dýpkun út mars

Það hafa eflaust margir orðið varir við ókunnugt skip við Landeyjahöfn á ferðum sínum með Herjólfi undanfarna daga. Þarna er á ferðinni Trud R (Þrúður?) frá danska dýpkunarfyrirtækinu Rohde Nielsen A/S en Vegagerðin samdi við þá um dýpkinu í Landeyjahöfn frá 15. febrúar út marsmánuð. Þá tekur Björgun við að nýju samkæmt samningi. Um er […]