Leikur ÍBV og Blika færður vegna verkfalls

Í dag klukkan 17.30 mætast á Hásteinsvelli í Pepsí Max deild kvennalið ÍBV og Breiðabliks. Leikurinn var upphaflega settur á klukkan 18:00 en var færður þar sem Blikar þurfa að fljúga í leikinn vegna verkfalls um borð í Herjólfi. Blikar eru sem stendur í toppbaráttu deildarinnar en ÍBV í áttunda sæti með þrjú stig eftir […]

Tveggja sólarhringa verkfall hafið

Annað verkfall undirmanna á Herjólfi hófst núna á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa. Það er því ljóst að lítið verður um ferðir í dag og á morgun en allar ferðir Herjólfs féllu niður í síðustu verkfallsaðgerð þann sjöunda þessa mánaðar. Þriðja verkfallið er svo yfirvofandi 21.júlí, 22.júlí og 23.júlí. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér […]

Aukaferðir í dag og fimmtudag vegna verkfalls

Herjólfur hefur sett á aukaferðir í dag og fimmtudag farið er frá Vestmannaeyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn 15:45. Vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi n.k þriðjudag og miðvikudag (14-15. júlí) verða engar ferðir sigldar þessa tvo daga. (meira…)

Mikilvægt að Eyjamenn og ferðaþjónustan í Eyjum átti sig á yfirgangi bæjaryfirvalda

Þrátt fyrir að Sjómannafélag Íslands fyrir hönd háseta og þerna um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi hafi boðist til að fresta aðgerðum, þá hefur hið opinbera hlutafélag sem rekur Herjólf slegið á útrétta hönd fólksins sem bauðst til að fjölga um aðeins eina þernu og fresta verkfalli til að ná sáttum. Á þá sáttarhönd var slegið. […]

Verkfall í næstu viku

Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem því er beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir með ferðalög vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi n.k þriðjudag og miðvikudag (14-15. júlí). Fulltrúi félagsmanna í SÍ hafnaði boði stjórnar Herjólfs ohf. Frekari fundir hafa ekki verið boðaðir og […]

Kröfugerðin er óaðgengileg

Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. sem fram fór í gærkvöldi var efnislega farið yfir kröfugerð félagsmanna SÍ sem lögð var formlega fyrir á fundi aðila sem fram fór fyrr um daginn. Það er mat stjórnar að kröfugerðin er óaðgengileg og er henni hafnað. Boðin er sambærilegur samningur og áður hefur verið samið um við félagsmenn […]

Samgöngur og traust!

Traustar og öruggar samgöngur eru lykilatriði í rekstri nútíma samfélags. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við bresti og vantraust á samgöngum. Oftast eru það náttúruöflin sem ráða för, en stundum eru það mannanna verk! Ferðaþjónustan í landinu rær lífróður í fordæmalausu umhverfi og baráttan aldrei verið harðari. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa í samstarfi við Vestmannaeyjabæ hrint af […]

Munu ekki ganga í störf háseta og þerna

Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna senda frá sér yfirlýsingu vegna kjaradeilu Sjómannafélags Íslands við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Ekki hefur enn verið gerður kjarasamningur við starfsmenn í Sjómannafélagi Íslands um borð í m.s. Herjólfi. Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á m.s. Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum stendur enda hefur […]

Bæjarráð harmar truflanir á siglingum Herjólfs

Einungis eitt mál var á dagskrá á fundi bæjarráðs í gær en það var umræða um samgöngumál. Arnar Pétursson stjórnarformaður og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. upplýstu bæjarráð um þá stöðu sem komin er upp vegna vinnustöðvunar undirmanna á Herjólfi. Í niðurstöðu ráðsins segir “bæjarráð harmar að þessi vinnudeila leiði til þess að truflanir […]

Fóru í Landeyjahöfn á tuðrum

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir Leikni klukkan 18:00 í dag. Þar sem Herjólfur siglir ekki milli Lands og Eyja vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi brugðu ÍBV menn á það ráð að ferðast í Landeyjahöfn með tuðrum til að ná í leikinn. Góður andi var í hópnum þegar blaðamaður hitti á leikmenn við brottför enda allar […]