Kjarasamningur undirritaður og verkfalli aflýst

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Lauk þar með 14 klukkustunda samningatörn samninganefndar BSRB. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í 30 sveitarfélögum hefur verið aflýst. Mánaðarlaun hækka að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verður 131.000 kr. Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð […]

Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðu viðræðnanna

Bæjarráð ræddi í vikunni stöðu verkfalla félagsmanna Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey), sem er eitt aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Upphaflega voru verkföllin boðuð á tveimur stofnunum bæjarins, þ.e. leikskólanum Kirkjugerði og tvo fimmtudaga hjá Vestmannaeyjahöfn. Við boðun víðtækari verkfalla bættust við þrjár stofnanir, þ.e. bæjarskrifstofurnar í Ráðhúsinu, Íþróttamiðstöðin og Þjónustumiðstöðin og hafa verkfallsaðgerðir því […]

Samband íslenskra sveitarfélaga vísar á bug fullyrðinum BSRB um launamisrétti

Samningarfundum BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefur til þessa ekki skilað árangri. Í tilkynningu frá SÍS kemur fram að félagið vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem vinnur sömu störf. Sveitarfélögin eru leiðandi á íslenskum vinnumarkaði í baráttunni við kynbundin launamun og vinna markvisst að því að gæta jafnræðis […]

BSRB hafnar 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk aðfararnótt mánudags án niðurstöðu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hefur ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hefur hafnað en það síðasta inniheldur í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá […]

Verkföll á bæjarskrifstofum og stofnunum Vestmannaeyjabæjar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Starfsmannafélag Vestmannaeyja-Stavey (eitt af aðildarfélögum BSRB) boðað til verkfalls hjá félagsmönnum þess í nokkrum stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Verkfallsboðunin á við um félagsmenn á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja í Ráðhúsinu, leikskólanum Kirkjugerði, Þjónustumiðstöð, Íþróttamiðstöðinni og hjá Vestmannaeyjahöfn. Vinnustöðvanir hófust í dag mánudaginn 5. júní og standa mislengi yfir eftir stofnunum.. Í […]

Víðtæk verkföll BSRB hófust í morgun

Umfangsmikil verkföll blasa við, eftir að samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í nótt án niðurstöðu. Ekki hefur verið boðað til annars fundar en deilendur höfðu setið á rökstólum í næstum 13 klukkustundir. Verkfallið sem hófst í morgun nær til 2.500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum. Aðgerðirnar hafa áhrif á starfsemi 70 leikskóla, nær […]

Ekki hægt að taka á móti flutninga- og skemmtiferðaskipum vegna verkfalls

Boðað hefur verið til verkfalls hjá starfsmönnum hafnarinnar sem eru í Stafey dagana 25. maí, 1. júní og 8. júní. Verkfallið hefur áhrif á ákveðna þætti í rekstri hafnarinnar eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Vestmannaeyjahöfn. Ef af þessu verkfalli verður, þá verður ekki hægt að taka á móti flutninga- og skemmtiferðaskipum þessa […]

Verkföll samþykkt með miklum meirihluta

Í tilkynningu frá Mbl.is kemur fram að yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fé­laga BSRB í sex sveit­ar­fé­lög­um, Hafnar­f­irði, Reykja­nes­bæ, Árborg, Ölfus, Hvera­gerði og Vest­manna­eyj­um samþykkti boðun verk­falls í at­kvæðagreiðslum sem lauk nú á há­degi. Því er ljóst að þungi fær­ist í verk­fallsaðgerðir BSRB fé­laga en verk­falls­boðanir hafði þegar verið samþykkt í Kópa­vogi, Garðabæ, Mos­fells­bæ og á Seltjarn­ar­nesi. Þetta […]

Verkfallsboðun sjómanna gæti tengst loðnuvertíð

Kjara­mál­in mun vænt­an­lega bera hæst, sem og ör­ygg­is­mál, á þingi Sjó­manna­sam­bands Íslands sem haldið verður á fimmtu­dag og föstu­dag. Kjara­samn­ing­ar sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa nú verið laus­ir í tæp­lega tvö ár. Val­mund­ur Val­munds­son, formaður SSÍ, seg­ir í samtali við mbl.is að lítið sé að ger­ast í kjaraviðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi […]

Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi

Vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni blasir við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir ljóst að ef fram fer sem horfir mun þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks […]