Von­andi fæst þetta fólk til að tala við okk­ur

Tíma­bund­in vinnu­stöðvun skip­verja á Herjólfi hófst á miðnætti og stend­ur í einn sól­ar­hring. Þetta var staðfest þegar Fé­lags­dóm­ur hafnaði kröfu Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, fyr­ir hönd Herjólfs ohf. um að dæma boðaða vinnu­stöðvun ólög­mæta. „Vinnu­stöðvun­in var boðuð fyr­ir rúmri viku síðan en Herjólf­ur ohf., sem er í eigu Vest­manna­eyja­bæj­ar, ákvað að fara með málið fyr­ir Fé­lags­dóm og […]

Herjólfur siglir ekki í dag vegna verkfalls

Vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi þriðjudaginn 7.júlí kemur Herjólfur ekki til með að sigla neina ferð í dag. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun miðvikudaginn 8.júlí. Frekari verkfallsaðgerðir eru boðaðar eftir viku og standa þá í tvo sólarhringa. (meira…)

Verkfall undirmanna á Herjólfi hefst á miðnætti

Herjólfur Básasker

Boðaðar verkfallsaðgerðir sem undirmenn á Herjólfi höfðu boðað til voru dæmdar lögmæddar fyrir félagsdómi rétt í þessu. Málið var höfðað af Samtökum atvinnulífsins, f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar vegna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs gegn Sjómannafélagi Íslands um lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða undirmanna á Herjólfi sem eru meðlimir í Sjómannafélagi Íslands. Með þessu er ljóst að verkfall undirmanna á Herjólfi hefst […]

Áhafnarmeðlimir á Herjólfi hafa boðað til verkfalls

Kosning um tímabundna vinnustöðvun um borð í Herjólfi meðal félagsmanna Sjómannafélags Íslands fór fram í síðustu viku. Alls eru 21 áhafnarmeðlimur í félaginu en 17 greiddu atkvæði, allir með vinnustöðvun að sögn Jónasar Garðarssonar hjá Sjómannafélagi Íslands. Fyrsta verkfall hefst á miðnætti þriðjudaginn 7. Júlí og stendur í sólarhring. Næsta vinnustöðvun stendur í tvo sólarhringa […]

Starfsemi bæjarins með eðlilegum hætti í dag, samningar náðust í morgun

Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB hefur verið aflýst. Fyrsti kjarasamningurinn var undirritaður upp úr miðnætti, nokkrum mínútum eftir að fyrstu verkfallsaðgerðir hófust. Þá skrifaði samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga um land allt undir samning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar með var verkfalli um 7500 manns aflýst. (meira…)

Verkfall hefði mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins

Í morgun sögðum við frá áhrifum hugsanlegra verkfallsaðgerða BSRB (Stavey), á starfsemi Grunnskóla Vestmannaeyja. Það er þó ekki eina starfsemin sem skerðist í Eyjum. „Komi til verkfalla mun það hafa mis mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins allt frá því að starfsemin lokist alveg til lítillar eða engrar skerðingar,“ segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. „Forstöðumenn þeirra […]

Styttri skóladagur hjá yngstu nemendunum GRV komi til verkfalls

Ef ekki nást samningar í kjaraviðræðum BSRB, þar sem Starsmannafélag Vestmannaeyjabæjar (Stavey) er meðal aðildarfélaga, um helgina hefst verkfall á miðnætti á sunnudag. Stendur það í tvo sólahringa, mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars. Ein af þeim stofnunum sem yfirvofandi verkfall nær til er Grunnskóli Vestmannaeyja. Í tilkynningu til foreldra, sem send var út […]

Boðuð verkföll hafa víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum

Meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB hafa samþykkti boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Boðaðar verkfallsaðgerðir lýsa sér þannig að þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. […]