Krónan Gegn verðbólgu – Frystir vöruverð

Krónan svarar ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja lið baráttunni gegn verðbólgu og frystir verð á 240 vörunúmerum undir vörumerkjum First Price og Krónunnar.  Vörur undir vörumerkjum Krónunnar og First Price spanna fjölbreytt vöruval og eru ódýrustu valkostirnir í sínum vöruflokkum. Er þetta eitt af skrefum Krónunnar til að reyna að sporna við hækkandi […]

Kubuneh verslun með notuð föt opnar

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir opnaði í dag nýja fataverslun sína við Vestmannabrautar 37. Þóra ætlar eingöngu að vera með til sölu notuð föt eða „second hand“ eins og það er kallað, en Þóra Hrönn er mikil áhugamanneskja um endurvinnslu og bætta nýtingu. Verslunin heitir Kubuneh (borið fram Kúbúne) en það er nafnið á þorpi í Gambíu […]

Lindex til Eyja?

Eyjafréttir fengu veður af því að forsvarsmenn Lindex hefðu verið að kanna möguleikann á því að opna verslun í Vestmannaeyjum, en verslunin nýtur mikilla vinsælda um allt land. Eyjafréttir settu sig í samband við Albert Þór Magnússon sem rekur Lindex á Íslandi, ásamt konu sinni Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur, og spurðu hann fregna. „Já, það er […]

Myndlist, Bjór, Leikmannakynning og Búðaráp

Það er nóg við að vera í Eyjum í dag. Myndlistarfélag Vestmannaeyja verður með opið hús í Hvíta húsinu klukkan 16:00 í dag. Allar vinnustofur opnar og tekið á móti gestum. Þennan dag verður opið til klukkan 18.00. Um helgina er opið frá kl. 14.00 til 18.00. Sjómannabjórinn 2020 – Óskar (Háeyri) kemur á dælu […]

Geisli nýr endursöluaðili Símans

Geisli er nýr endursöluaðili Símans í Vestmannaeyjum. Af því tilefni verða ráðgjafar Símans á staðnum til að veita ráðgjöf til nýrra og núverandi viðskiptavina, virkja rafræn skilríki og fleira. Þau verða á staðnum í dag þriðjudag frá klukkan 13 til 18 og miðvikudag og fimmtudag frá 10 til 18. Heitt á könnunni og með því. […]