Vilja að fjármálaráðherra falli frá öllum kröfum

Meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni voru þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Vestmannaeyjar. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sátu fund með lögmönnum Vestmannaeyjabæjar í málinu og Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss sem vinnur að gagnaöflun. Farið var yfir stöðu málsins en gagnaöflun gengur vel og unnið er að bréfi til nýs fjármálaráðherra þess […]

Hvað var keypt þegar Vestmannaeyjar voru seldar?

Hvenær er 1. apríl? Útspil Óbyggðanefndar, sem krefst fyrir hönd íslenska ríkisins að stór hluti Vestmannaeyja skuli teljast þjóðlenda, bar því miður ekki upp á 1. apríl. Af þeim sökum þykir rétt að rifja upp síðustu sölu Vestmannaeyja þar sem ríkið var einmitt sá er seldi. Hér verður því leitast við að svara einfaldri spurningu: […]

Fasteignagjöld fyrir árið 2024

Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2024 hafa verið birtir rafrænt á island.is Álagningarseðlar verða sendir með bréfpósti til allra þeirra sem náð hafa 70 ára aldri. Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar á milli ára úr 0,268% í 0,250% (A flokkur), hlutfallið helst óbreytt á opinberar stofnanir (B flokkur), þ.e. 1,32% og hlutfallið lækkar úr 1,40% […]

Skólar og leikskólar loka

Boðað hefur verið boðað til kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ á morgun þriðjudag. Fjöldi hagsmunasamtaka kvenna og kynsegin fólks standa að verkfallinu. Fram kemur í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ að bærinn styður jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegins fólks og vill stuðla að því í hvívetna að jafnræðis allra kynja sé gætt og að engin mismunun á […]

Vegalokanir eftir helgi

Búast má við vegalokunum að hluta til á Skansveg austan við gatnamót við Ægistgötu og Kirkjuveg í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ Að öllum líkindum hefjast vegalokanirnar frá og með mánudeginum 24. júlí 2023 og vara næstu daga. Vegalokanirnar koma til vegna lagningu jarðstrengs til Viðlagafjöru. Aðkoma að Eldfellshrauni verður áfram […]

Pólsk hátíð í Safnaðarheimilinu á laugardaginn

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Klaudiu Beata Wróbel sem ráðin var fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyja í mars á síðasta ári. Hún lætur ekki deigan síga og framundan er Pólskur dagur í Safnaðarheimilinu í samvinnu við Vestmannaeyjabæ og Pólska sendiráðið á Íslandi. „Klaudia segir útlendinga í Vestmannaeyjum vera um 11 prósent bæjarbúa, um 490 […]