Segja ársreikning ekki uppfylla lágmarksviðmið

Bæjarráð tók á fundi sínum í vikunni sem leið fyrir bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga frá 13. október sl. Bréfið er ábending um neikvæða niðurstöðu A- hluta sveitarfélagsins í ársreikningi 2022. Í framhaldi áttu bæjarstjóri og fjármálastjóri fund með starfsmanni nefndarinnar og óskuðu eftir skýringum enda stenst Vestmannaeyjabær allar lögbundnar kröfur um fjármál sveitarfélaga. Sætir undrun […]

Grænar Eyjar, orkuöryggi og jarðgöng

Starfshópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði til að koma með tillögur um aðgerðir sem heyra undir ráðuneytið og eflt geta samfélagið í Vestmannaeyjum skilaði af sér á mánudaginn 9. október. Fékk Guðlaugur Þór skýrsluna í hendur  við athöfn í Eldheimum. Tillögurnar snúa m.a. að bættu orkuöryggi hvað varðar dreifi- og flutningskerfi […]

KPMG áfram með endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir verðtilboði í endurskoðun og uppgjör bæjarins til þriggja ára, þ.e. 2023-2025. Samkvæmt innkaupareglum Vestmannaeyjabæjar ber að auglýsa eftir verðtilboðum í þjónustuna þegar áætlaður kostnaður er á bilinu frá 1 milljón til 15 milljóna króna. Auglýst var eftir tilboðum frá þeim aðilum sem eru með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum en það eru Deloitte […]

Kveðja til Grindvíkinga

Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi Grindvíkingum eftirfarandi kveðju núna í dag: Bæjarstjórn Grindavíkurc/o Ásrún Helga Kristinsdóttirforseti bæjarstjórnar Kæru Grindvíkingar! GrindavíkFyrir hönd bæjarstjórnar Vestmannaeyja sendi ég ykkur okkar hlýjustu stuðningskveðjur í þeim erfiðleikum sem þið gangið nú í gegnum. Þið getið reitt ykkur á að við Eyjamenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta […]

Hafnar ásökunum um mismunun

Eins og greint hefur verið frá hefur lífeyrisþegi á áttræðisaldri sent Vestmannaeyjabæ kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu 3 milljóna króna miskabóta. Krafan er vegna ítekraðrar lítillækkandi og meiðandi framkomu starfsfólks Vestmannaeyjabæjar í garð viðkomandi og mismunun á grundvelli húðlitar og trúarbragða. „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál en […]

Lífeyrisþegi krefst miskabóta frá Vestmannaeyjabæ vegna fordóma

Lífeyrisþegi á áttræðisaldri hefur sent Vestmannaeyjabæ kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu 3 milljóna króna miskabóta. Krafan er vegna ítekraðrar lítillækkandi og meiðandi framkomu starfsfólks Vestmannaeyjabæjar í garð viðkomandi og mismunun á grundvelli húðlitar og trúarbragða. Verði ekki orðið við kröfunni má bærinn búast við því að höfðað verði mál. Greint […]

Fjölþjóðlegt samfélag við rætur Helgafells

„Hér eru menn frá Póllandi, Lettlandi, Danmörku, Noregi og Rúmeníu. Allt karlmenn nema ein kona sem kemur einstaka sinnum. Píparar, rafvirkjar og aðrir iðnaðarmenn að mestu sem vinna inni í Botni og austur í fjöru. Líka menn frá Þjótanda sem sér um jarðvegsvinnu og Íslendingar sem bora eftir sjó austur í fjöru. Flestir búa hér […]

Í ökutíma hjá Snorra Rúts

Það er fátt meira spennandi í lífi ungmenna en þegar rúnturinn er innan seilingar og bílprófið loksins í höfn. Bílprófið þykir eitt af þessum stóru tímamótum í lífinu og margir sem byrja á fullu að æfa sig við aksturinn þegar sextán ára aldrinum er náð og hefja má ökunám. Þá taka þeir prófið helst ekki […]

Tilboð í tryggingar og endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ

Á fundi Bæjarráðs voru eftirfarandi atriði tekin fyrir. Tilboð í endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ Bæjarráð var upplýst um áform þess efnis að leita tilboða í endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ, en gildistími samnings við KPMG er senn á enda. Niðurstaða Bæjarráð felur fjármálastjóra að leita tilboða í endurskoðunina samkvæmt þeim forsendum sem kynntar voru. Tilboð í tryggingar fyrir […]

Opið fyrir umsóknir í “Viltu hafa áhrif 2024”

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna fjárhagsáætlunargerðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 undir heitinu “Viltu hafa áhrif 2024?” Nýbreytni Ákveðið hefur verið að tvískipta úthlutun heildarstyrkfjárhæðarinnar fyrir næsta ár. Þannig geta umsækjendur ýmist sótt um styrk nú fyrir verkefni á fyrri hluta næsta árs, eða seinna þegar líður á árið 2024, í tengslum við […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.