Vestmannaeying nr. 4600 afhent blóm

Þann 2. ágúst sl., voru Vestmannaeyingar 4600 talsins Það var Sigurður G. Óskarsson sem var Vestmannaeyingur númer 4600, en hann er að flytja til Eyja með konu sinni, Anniku Vignisdóttur og tveimur börnum. Þess má geta að þau eru Eyjafólk sem hafa ákveðið að flytja aftur heim. Ekki hafa fleiri verið búsettir i Eyjum síðan […]

Enn bætast við hús á ljósleiðarakerfi Eyglóar

Íbúar eftirfarandi fjölbýlishúsa geta nú tengst á ljósleiðarakerfi Eyglóar: Foldahraun 37, 38, 39, 40, 41 Goðahraun 1 Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja inn á kerfi Mílu og Tölvun ehf. í […]

Eygló opnar fyrir ljósleiðara í Áshamri, Bessahrauni, Goðahrauni og Búhamri

Í gær sendi Eygló fjarskiptafyrirtækjunum lista yfir þau hús í Áshamri, Bessahrauni, Búhamri og Goðahrauni sem eru nú tengd ljósleiðaraneti Eygló. Um er að ræða þau hús sem að sátu eftir í Áshamri, Bessahrauni og Búhamri, síðast þegar opnað var fyrir tengingar og svo Goðahraun. Íbúar eftirtalinna húsa í Áshamri og Bessahrauni geta nú haft […]

Leikskólar innleiddu þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun-mál og læsi

Leikskólar í Eyjum innleiddu í vetur þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun-mál og læsi. Haldin var uppskeruhátíð til að fagna afrakstri vetrarins. Vestmannaeyjabær og Menntamálastofnun skrifuðu þann 22. ágúst sl. undir samstarfssamning um innleiðingu þróunarverkefnisins Snemmtæk íhlutun-mál og læsi. Innleiðing verkefnisins í leikskóla sveitarfélagsins stóð yfir allan sl. vetur og unnu kennarar, leiðbeinendur og stjórnendur leikskólanna ötullega að […]

Viðbygging við Sóla, framkvæmdir og staðan í dag

Opnuð var ný deild á leikskólanum Sóla í mars síðastliðnum. Á fundi fræðsluráðs í mars 2022 voru skoðaðar leiðir til að mæta þeim áskorunum sem bærinn stóð fyrir varðandi aukna þörf á leikskólaplássi. Ákveðið var í framhaldinu að byggja við Sóla og framkvæmdir við skólann hófust í október 2022. Framkvæmdum er að mestu lokið, þó […]

Sumarfundur forsætisráðherra í Eyjum

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. – 26. júní nk. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur fundarins. Ísland er gestgjafi sumarfundarins í ár vegna formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Eitt af þemum fundarins að þessu sinni er viðnámsþróttur samfélaga og var fundarstaðurinn valinn af því tilefni en í ár eru 50 ár liðin […]

17. júní hátíðahöld í Vestmannaeyjum

9:00 Fánar dregnir að húni víðsvegar um bæinn. 11:00 Hraunbúðir Fjallkonan Erna Jóhannesdóttir flytur hátíðarljóð. Tónlistaratriði – Kristín og Sæþór Vídó. 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45. Gengið verður í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa […]

Vígsla gönguleiðar “Brúkum Bekki” – Myndir

Í dag var vígsla fyrstu gönguleiðar “Brúkum bekki” haldin við upphaf göngustígs sunnan við Hamarskóla. “Að Brúka bekki” er samfélagsverkefni Félags sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnan við Hamarskóla, upp á Spyrnubraut og aftur niður eftir. Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili þar […]

Verkföll á bæjarskrifstofum og stofnunum Vestmannaeyjabæjar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Starfsmannafélag Vestmannaeyja-Stavey (eitt af aðildarfélögum BSRB) boðað til verkfalls hjá félagsmönnum þess í nokkrum stofnunum Vestmannaeyjabæjar. Verkfallsboðunin á við um félagsmenn á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja í Ráðhúsinu, leikskólanum Kirkjugerði, Þjónustumiðstöð, Íþróttamiðstöðinni og hjá Vestmannaeyjahöfn. Vinnustöðvanir hófust í dag mánudaginn 5. júní og standa mislengi yfir eftir stofnunum.. Í […]

Fasteignamat íbúða hækkar um 22,2% í Vestmannaeyjum

Húsnæðis og mannvirkja stofnun kynnti fasteignamat ársins 2024 á fundi miðvikudaginn 31. maí síðastliðinn. Fram kemur á vísir.is að á fundinum var farið yfir verðþróun á markaði, framboð og húsnæðisþörf. Í kynningunni kom fram að fasteignamati er ætlað að gefa mynd af markaðsvirði fasteigna. Því er ætlað að endurspegla breytingar á verðþróun síðasta árs og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.