Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjabær, í samstarfi við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja, hefur ákveðið að starfrækja upplýsingamiðstöð (Tourist Information Center) fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja. Um er að ræða tilraunaverkefni sumarið 2023 og er upplýsingamiðstöðin til húsa að Básaskersbryggju 2, þar sem útivistarverslunin Icewear var áður til húsa Nökkvi Már Nökkvason, verður í forsvari fyrir upplýsingamiðstöðina sem opnaði mánudaginn 22. […]
Samantekt á ábendingum í verkefninu Auðlindin okkar

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að gerð hefur verið samantekt á ábendingum almennings, sérfræðinga og hagaðila sem leitað var til við undirbúning sjávarútvegsstefnu í verkefninu Auðlindin okkar. Þar má einnig finna upptökur af fundunum, meðal annars frá Vestmannaeyjum. Samantektin ber heitið Tæpitungulaust og inniheldur ábendingar þeirra 132 sérfræðinga sem samstarfshópar og samráðsnefnd verkefnisins leituðu til. Einnig eru […]
Áhrif verkfalls á starfsemi stofnana í Vestmannaeyjum

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa nokkur aðildarfélög BSRB boðað til verkfalls vegna vinnudeilna í tengslum við gerð kjarasamninga. Þessar aðgerðir hafa m.a. áhrif á tvær stofnanir Vestmannaeyjabæjar, þ.e. Leikskólann Kirkjugerði og Vestmannaeyjahöfn. Stavey, Starfsmannafélag Vestmannaeyja, hefur boðað til verkfalls hjá félagsmönnum sínum í fyrrgreindum stofnunum. Náist ekki samkomulag milli viðsemjenda munu verkföllin […]
Áframhaldandi starfsamningur við ÍBV

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Sæunn Magnúsdóttir formaður ÍBV íþróttafélags undirrituðu áframhaldandi samstarfsamning milli bæjarins og félagsins í vikunni. Frá þessu er greint í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. “ÍBV skiptir samfélagið í Eyjum miklu máli. Félagið heldur úti öflugu íþróttastarfi og auk þess heldur ÍBV íþróttafélag fjóra stóra viðburði á ári hverju; þjóðhátíð, tvo stór fótboltamót […]
Stóri plokkdagurinn 2023

Stóri plokkdagurinn er í dag og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Hreinsum náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars. Gaman er að gera daginn að fjölskyldudegi þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn […]
Stóri plokkdagurinn 2023

Sunnudaginn 30. apríl n.k. er Stóri plokkdagurinn og í tilefni dagsins verður almennur hreinsunardagur á Heimaey. Hreinsum náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars. Gaman er að gera daginn að fjölskyldudegi þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera […]
Foreldramorgnar Landakirkju

Í grein sem birtist í 6.tbl Eyjafrétta um Foreldramorgna Landakirkju var farið vitlaust með nafn Kvenfélags Landakirkju og var í staðinn sett Kvenfélagið Líkn. Biðjumst velvirðingar á þessu og birtum hér greinina leiðrétta í heild sinni. Foreldramorgnar í Landakirkju hafa verið fastur liður í starfi kirkjunnar í mörg ár. Í október 2021 hófu þeir aftur […]
Nóg um að vera í félagsstarfi eldriborgara

Vestmannaeyjabær sér um félagsstarf fyrir eldri borgara að meðaltali tvisvar sinnum í mánuði og hefur verið mikið um að vera upp á síðkastið. Eftir því sem fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar hefur þátttaka verið með ágætis móti. Það sem hefur verið að gerast er að við fengum fræðslu um netglæpi og hvernig koma megi í […]
Skerpa á tóbaksbanni

Vestmannaeyjabær áréttar í tilkynningu í vikunni að öll tóbaksnotkun er bönnuð í og við húsnæði sveitarfélagsins. Sérstaklega vill Vestmannaeyjabær minna á bannið í og við Íþróttamistöðina. Bann við tóbaksnotkun á við um allt tóbak og nær til Íþróttamiðstöðvar og lóðar sem tilheyrir henni, sjá tóbaksvarnarlög og reglugerð þar að lútandi. Mest ber á notkun munntóbaks […]
Vestmannaeyjabæ heiðursgestur Menningarnætur 2023

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, formlega á Menningarnótt 2023 í gær. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir það mikinn heiður og þakkaði fyrir boðið. „ Gosið á Heimaey hafði mikil áhrif á öllu landinu. Mikilvægt er […]