Geisli lægstur í endurnýjun á Skipalyftukanti

Alls bárust 5 tilboð í endurnýjun á rafmagni á Skipalyftukantinum. Málið var tekið fyrir á fundi framvkæmda og hafnarráðs á mánudag. Starfsmenn bæjarins og Vegagerðarinnar mæla með að tilboði frá Geisla/Faxa ehf. upp á 17.135.199 m/vsk verði tekið, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 17.612.000. Geisli/Faxi ehf 17.135.199 Árvirkinn ehf 22.106.867 Orkuvirki ehf 29.422.603 Rafmálafélagið ehf […]

Hefur lítil sem engin áhrif að stytta Hörgeyrargarðinn

Á undanförnum vikum hafa starfsmenn bæjarins fundað með hagsmunaaðilum og kynnt fyrir þeim rannsóknir Vegagerðarinnar á afleiðingum þess að stytta Hörgeyrargarðinn. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Rannsóknir Vegagerðarinnar voru til að kanna hvaða áhrif það hefði á sog og öldu innan hafnar ef breytingar yrðu gerðar á garðinum. Í ljós kom að ef […]

Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2022 hækkar um 2,5%

Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2022 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Lögð voru fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir 2022. Almennt er um að ræða 2,5% hækkun frá síðastu gjaldskrá. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi drög og fól hafnarstjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2022 á næsta fundi. (meira…)

Breytingar hjá höfninni

Skipurit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri greindi frá ráðningu Ægis Arnar Ármannssonar í stöðu skipstjóra á Lóðsinum en Ægir hefur verið afleysingaskipstjóri hjá höfninni undanfarin 11 ár. Vegna aldurs lét Sveinn Rúnar Valgeirsson af störfum sem skipstjóri Lóðsins um síðustu mánaðarmót. Í haust var gengið frá […]

Skoða breytingar á Hörgeyrargarði

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs á þriðjudag. Þann 8.sept. og 12.okt sl. var fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna rannsókna á aðstæðum innan hafnar ef breytingar yrðu gerðar á Hörgeyrargarði en Vegagerðin er að safna gögnum og skoða áhrif þessara aðgerða. Verða næstu mánuðir notaðir í að skoða þessar […]

Kap strandaði í Vestmannaeyjahöfn (myndir)

Kap VE uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar losnaði rétt í þessu eftir að hafa strandað í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var á leið til löndunar á síld í Eyjum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði þetta miður en væri að koma fyrir annað slagið. “Það hleðst reglulega upp rif þarna þar sem Herjólfur er að snúa sér. Þegar þessir stóru skip […]

Segja hafnarstjórn haldið utan við ráðningarferið

Fulltrúi D-lista óskaði eftir umræðum um verkferla við ráðningu hafnarstjóra í framhaldi af fundi framkvæmda- og hafnarráðs frá 16.mars sl. Sú umræða fór fram á fundi á föstudag. Vinnugögnum haldið utan við hafnarstjórn Fram kemur í bókun að fulltrúar D lista gera alvarlegar athugasemdir við allan framgang vegna ráðningar hafnarstjóra. Ferill málsins samrýmist ekki eðlilegum […]

Heimamenn lægstir í hafnarframkvæmdum

Þriðjudaginn 20.júlí voru á skrifstofu Vegagerðarinnar opnuð tilboð í verkið “Lenging Norðurgarðs 2020 þekja og lagnir”.Málið var til umfjöllunar á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Útboðið var opið og auglýst á heimasíðu Vegagerðar og útboðsvef um opinber útboð www.utbodsvefur.is. Eftirtalin tilboð bárust: Heimdallur ehf. 79.670.200 kr. Stálborg ehf. 55.218.650 kr. HS vélaverk ehf 48.894.560 […]

Sex mánaða rekstraryfirlit hafnarinnar

Sex mánaða rekstraryfirlit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Tekjur Vestmannaeyjahafnar fyrstu 6 mánuði ársins eru 240 milljónir og rekstrarniðurstaða jákvæð um 21 milljón. Áætlun ársins 2021 gerði ráð fyrir að tekjur á tímabilinu yrðu tæpar 213 milljónir og jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 21 milljón. Lífeyrissjóðsskuldbindingar vega þyngst í gjöldum […]

Þögn formanns þrúgandi

Kristín Hartmannsdóttir

Eyjafréttir greindu frá því fyrr í þessum mánuði að Andrés Þorsteinn Sigurðsson yfirhafnsögumaður hafi sagt starfi sínu hjá Vestmannaeyjahöfn lausu. Ástæðan var meint einelti og framkoma bæjarstjóra í hans garð sem hann tilgreindi sérstaklega í uppsagnarbréfi. Andrés greindi svo nánar frá málinu í grein sem hann ritaði og sendi til birtingar á vef Eyjafrétta. Í […]