Alls bárust 5 tilboð í endurnýjun á rafmagni á Skipalyftukantinum. Málið var tekið fyrir á fundi framvkæmda og hafnarráðs á mánudag. Starfsmenn bæjarins og Vegagerðarinnar mæla með að tilboði frá Geisla/Faxa ehf. upp á 17.135.199 m/vsk verði tekið, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 17.612.000.
Geisli/Faxi ehf 17.135.199
Árvirkinn ehf 22.106.867
Orkuvirki ehf 29.422.603
Rafmálafélagið ehf 29.749.486
Rafal ehf 42.418.429
Ráðið samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Faxa ehf. á grundvelli tilboðs. Ráðið fól hafnarstjóra framgang málsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst