Vegna ótímabærra og ósannra yfirlýsingar bæjarstjóra

Andrés Þorsteinn

Vegna ótímabærra og ósannra yfirlýsingar Írisar Róbertdóttur bæjarstjóra í viðtali við vefmiðilinn Mannlíf sé ég mig knúinn til að upplýsa um eftirfarandi: Sú staðreynd að ég var sniðgenginn við ráðningu á hafnarstjóra er eingöngu eitt dæmi af mörgum um framgöngu Írisar gagnvart mér og því miður fleiri starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar. Hvað ráðningarmálið varðar þá tala staðreyndir […]

Segir upp vegna meints eineltis

Andrés Þorsteinn Sigurðsson

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta sagði Andrés Þorsteinn Sigurðsson starfi sínu sem yfirhafsögumaður Vestmannaeyjahafnar lausu um síðustu mánaðarmót. Hann mun stefna að því að flytja frá Vestmannaeyjum til að taka að sér sambærilegt starf annarsstaðar. Þessar sömu heimildir herma að í bréfi sem hann hefur sent Framkvæmda- og hafnarráði beri hann bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, Írisi Róbertsdóttur, þungum […]

Vestmannaeyjahöfn þarf að stækka

Vestmannaeyjahöfn þarf að stækka.  Hún þarf að geta tekið á móti stærri skipum og þjónustað þau með upplandi og viðeigandi innrigerð.  Án stækkunar er hætt við að í nánustu framtíð verði staða hafnarinnar erfiðari en nú er.  Þau áhrif munu teygja áhrif sín yfir til okkar öflu fyrirtækja og samfélagsins alls. Vestmannaeyjahöfn er ein helsta […]

Funda með Vegagerðinni um Vestmannaeyjahöfn

Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Um var að ræða framhald af umræðu á síðasta fundi ráðsins, óskaði ráðið eftir fundi með Vegagerðinni vegna rannsókna á höfninni. Fram kom í svari Vegagerðarinnar að úrvinnsla gagna sé að hefjast og stefnt sé að fundi fljótlega þegar sú […]

Skrúfan verður inni í botni

Erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær um er að ræða frestað erindi er varðar staðsetningu minnismerkis Þórs í botni Friðarhafnar. Bæjarstjórn fól formanni umhverfis- og skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara. Fyrir liggur bréf frá formann Björgunarfélagsins dags. 18 jan. 2021. Vantar skriflegt samkomulag Eins og […]

Tekist á um verklag við ráðningu hafnarstjóra

Ráðning í stöðu hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar H og E lista hófu umræðuna með tveimur bókunum. Þar kemur fram að staða hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar var auglýst laus til umsóknar í byrjun febrúar sl. fimm sóttu um starfið. Leitað var ráðgjafar Hagvangs við úrvinnslu og mat umsókna. Að mati á […]

Dóra Björk ráðin hafnarstjóri

Geirlaug Jóhannsdóttir frá Hagvangi mætti á fjarfundi  á fund framkvæmda og hafnarráðs sem fram fór í gær. Þar greindi hún frá niðurstöðum á mati á umsækjendum um stöðu hafnarstjóra en 5 umsóknir bárust en umsækjendur voru: Andrés Þorsteinn Sigurðsson, Dóra Björk Gunnarsdóttir, Guðni Grímsson, Sigurður Ingason, Sindri Ólafsson. Fór Geirlaug ítarlega yfir ráðningarferlið og þá […]

Nýtt skipurit Vestmannaeyjahafnar

Formaður framkvæmda og hafnarráðs lagði fram drög að nýju skipuriti Vestmannaeyjahafnar á fundi ráðsins þann 22. desember. Helsta breytingin er að til verður sérstakt stöðugildi hafnarstjóra. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi skipurit. Ráðið er sammála um að nú jafnt sem áður er mikilvægt að halda niðri rekstrarkostnaði og leita mögulegra leiða til hagræðis. Uf-svið.pdf (meira…)

Deilt um stöðu hafnarstjóra

Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Vestmannaeyja 2021 eins og hún var afgreidd við fyrri umræðu í bæjarstjórn var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær. Rekstrartekjur eru áætlaðar 413 milljónir króna og rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði jákvæð um 23,8 milljónir króna. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi fjáhagsáætlun fyrir árið 2021 og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn með […]

Grút­ar­meng­un vegna yf­ir­fulls báts

Grút­ar­meng­un kom upp í Vest­manna­eyja­höfná miðvikudagsmorg­un vegna yf­ir­fulls báts sem flæddi úr. Aðgerðir við að hreinsa meng­un­ina tóku um einn og hálf­an tíma og er enga meng­un þar að finna leng­ur, að sögn for­stöðumanns hafn­ar­inn­ar. „Það varð þarna óhapp, yf­ir­fyllt­ist hjá þeim bát­ur­inn. Þetta var að megn­inu til sápa en þetta var líka fiski­lýsi,“ seg­ir Sveinn […]