Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður […]

Ísfélagið með mesta loðnukvótann

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað veiðiheim­ild­um í loðnu vegna kom­andi vertíðar í sam­ræmi við afla­marks­hlut­deild út­gerða. Farið var yfir úthlutunina á vef mbl.is í morgun. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn eða 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu því heim­ilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyr­ir­tæki og tengd fé­lög fara með 56,48% af loðnu­kvót­an­um. Heild­arafli vertíðar­inn­ar má verða allt […]

Gleðileg loðnutíðindi en nú þarf að hyggja líka að löskuðum mörkuðum

„Fyrst og fremst er gleðilegt náttúrunnar vegna að Hafrannsóknastofnunin leggi til liðlega 900.000 tonna loðnukvóta á næstu vertíð og geri líka ráð fyrir sterkum stofni loðnu á vertíðinni þar næsta árs. Stóru tíðindin eru einfaldlega þau að loðnan er hvorki týnd né tröllum gefin! Því má blása í eitt skipti fyrir öll á þær kenningar […]

Ísfélagið og VSV afhenda nýtt höggbylgjutæki

Í vikunni var tekið í notkun nýtt höggbylgjutæki hjá sjúkraþjálfurunum í Eyjum. Tækið er fjármagnað af Ísfélaginu og Vinnslustöðinni og er ætlað til notkunar hér í Eyjum fyrir skjólstæðinga sjúkraþjálfaranna. Tækið kemur til með að nýtast fjölmörgum einstaklingum sem glíma t.d við taugaskaða, spasma, stoðkerfisvanda, vöðvaspennu ofl.og mun án efa hafa jákvæð áhrif. Með framlagi […]

Tvö smit greindust í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna

Tvö COVID-smit hafa greinst undanfarna daga í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna, annað í VSV en hitt í þjónustufyrirtækinu Hafnareyri ehf., dótturfélagi VSV. Niðurstöðurnar voru í báðum tilvikum staðfestar á heilsugæslunni með PCR-prófum. „Við höfum tekið á sjöunda tug prófa hjá okkur og starfsmennirnir lýsa mikilli ánægju með að þetta sé yfirleitt gert og hvernig […]

Um eignarhaldsmál Vinnslustöðvarinnar – að gefnu tilefni

Greint er frá því í fréttum að ítrekuð sé beiðni hóps alþingismanna um að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gefi Alþingi skriflega skýrslu um „eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi“.  Skýrslubeiðendur eru Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og fleiri. Meðal annars er óskað eftir upplýsingum um fjárfestingar útgerðarfélaganna í „félögum sem ekki hafa útgerð með […]

Fyrsti markíllinn til Eyja um helgina – rætist draumur Eydísar á kaffistofunni?

Eydís

Makrílvinnsla hefst að líkindum í uppsjávarhúsi Vinnslustöðvarinnar snemma að morgni sunnudags 4. júlí og verður óvæntur en afar velkominn dagskrárliður goslokahátíðarinnar hjá þeim sem beðið hafa átekta eftir að fyrsti makríll vertíðarinnar láti sjá sig í Vestmannaeyjum. Kap VE er á heimleið með um 800 tonn úr Smugunni og Ísleifur leggur væntanlega af stað heim […]

Viðunandi rekstrarafkoma VSV

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði 800 milljóna króna rekstrarhagnaði (5,4 milljónum evra) á árinu 2020 á meðalgengi þess árs. Það er liðlega 40% minni hagnaður en á fyrra ári. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,3 milljörðum króna (14,9 milljónum evra) og dróst saman um 29%. Þetta kom fram á aðalfundi  VSV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn var, 25. […]

Samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. og segir að kaup VSV á Hugin feli í sér „samruna í skilningi samkeppnislaga.“ Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er svohljóðandi, dagsett, 11. mars 2021: Í  máli þessu er samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins til skoðunar í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Taka þarf til skoðunar hvort samruninn hindri virka samkeppni […]

Loðnufögnuður á sprengidegi

„Við fengum þessi 250-260 tonn í tveimur köstum á Meðallandsbugt, úti fyrir Skaftárósum. Þetta þykir nú ekkert sérstakt á  stað þar sem ætti að vera mokveiði. Lítil áta er í loðnunni og hrognahlutfallið um 15%,“ segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Kap VE. Skipið kom til hafnar í Vestmannaeyjum seint í gærkvöld og löndun hófst […]