Jólagjafir, afmæli og starfslok

Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu. Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má […]

VSV-síldin betri en Ísfélagið sigraði í umbúðakeppninni

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar í ár fékk afbragðsdóma algjörlega hlutlauss kviðdóms starfsmanna á skrifstofu VSV á blindsmökkunarsamkomu í dag. Jólasíld Ísfélagsins fékk góða dóma líka en var sett skör lægra í aðaleinkunn þegar öll stig í bragð- og skynmati voru lögð saman. Síldarkviðdómur VSV fjallaði bæði um innihald og umbúðir. Í umbúðahlutanum hafði Ísfélagið betur og þar […]

Lóðsinn aðstoðaði Drangavík til hafnar

Bilun kom upp um borð í togaranum Drangavík VE þegar skipið var á veiðum austur í Breiðamerkurdýpi í morgunn. „Þetta er bilun í skiptiskrúfunni sem veldur því að það er ekki hægt að minnka skrúfuskurðinn. Skipið keyrði fyrir eigin afli til Eyja en það þótti ráðlegt að kúpla frá við Bjarnarey og láta lóðsinn draga […]

Leggja mat á fjár­hags­legt tjón

Mats­menn hafa verið dóm­kvadd­ir til að leggja mat á fjár­hags­legt tjón Vinnslu­stöðvar­inn­ar og Hug­ins í Vest­manna­eyj­um vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta. Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir að tjón fyr­ir­tækj­anna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dóm­kvadd­ir mats­menn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið ein­hvern tíma. Hæstirétt­ur felldi […]

VSV-saltfiskur í öndvegi portúgalskrar matarhátíðar

Saltfiskur frá Vinnslustöðinni er í hávegum hafður á mikilli matarhátíð sem stendur yfir í þremur héruðum Portúgals og varir til 22. nóvember. Aðstandendur hátíðarinnar, Gastronomia de Bordo, ákváðu að hafa setningarathöfnina í sölum Grupeixe, saltfiskfyrirtækis Vinnslustöðvarinnar í Portúgal – sem var auðvitað mikill heiður og viðburður. Þar mættu borgarstjórinn á staðnum, formaður borgarráðs, fleiri héraðshöfðingjar […]

Níu frá Vestmannaeyjum lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

20200409 114314

Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum. Að mati sérfræðinga hjá Creditinfo gæti fækkunin á […]

Vel heppnaðri síldarvertíð lokið

Vinnslustöðin hefur tekið á móti um 5.500 tonnum af norsk-íslenskri síld á vertíð sem lýkur um leið og landað hefur verið úr Ísleifi VE í kvöld og unninn afli úr skipinu. „Vertíðin var afar vel heppnuð og við höfum haldið vinnslu gangandi nánast samfleytt frá því veiðar hófust 16. september. Fengum mjög góðan fisk sem […]

Humarafli sunnudagsins á Breiðafirði framar vonum

„Við fengum humar í flestar gildrur, í nokkrum var ekkert en afli dagsins var í heildina langt framar vonum. Við fengum alla vega staðfest að það er talsvert af humri á þessum slóðum en auðvitað er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af því sem kom upp í dag. Við freistum gæfunnar víðar á næstu vikum […]

Myndaveisla í makrílnum og síldinni heilsað

„Kap VE landaði fyrstu síld vertíðarinnar miðvikudaginn 16. september og er farin á ný til veiða fyrir austan. Núna erum við að vinna síldarfarm úr Ísleifi VE. Lokalöndun makrílvertíðarinnar var 7. september úr Ísleifi, síðan tók síldin við,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Makríllinn hefur ekki verið kvaddur formlega í ár en meiri líkur en […]

Ungir yfirmenn í áhöfn í Breka

Breki VE kom til hafnar í gærmorgun (þriðjudag 8. september) með 440 kör af góðum afla eftir veiðiferð þar sem rólegt var framan af og bræla en endaði vel í lokin á Þórsbanka. Tíðindum sætir að Gísli Matthías Sigmarsson var í fyrsta sinn yfirvélstjóri á togaranum og í sama túr var Ríkarður Magnússon yfirstýrimaður. Þeir […]