Kap II aflahæsti netabáturinn í apríl

Vefurinn Aflafréttir birtir fréttir með ýmsum upplýsingum um landaðan afla eftir bátum og veiðarfærum. Þar var birt frétt í gær um afla netabáta í apríl en þar trjónir Kap II á toppnum. Kap II VE er með 161 tonn í 6 róðrum og var langaflahæstur á þennan lista. Sæti áður Nafn Heildarafli Róðrar Mesti afli […]
Fyrsti kafari veraldar sem heilsar upp á loðnutorfu í sjó

Erlendur Bogason kafari náði einstæðum myndum af loðnutorfu úti fyrir Snæfellsnesi snemma í marsmánuði, í blálok vertíðar. Hann notaði fjarstýrða myndavél um borð í Ingu P SH með firnagóðum árangri en hoppaði svo sjálfur í sjóinn og tók ótrúlegar myndir í djúpinu. Ekki er vitað til að loðnutorfa hafi fyrr í sögunni verið mynduð á […]
Eyjasaltfiskur á portúgölskum páskaborðum þrátt fyrir kóvíd

Sala saltfisks frá Vestmannaeyjum í Portúgal tók kipp núna í mars sem staðfestir að margir þar í landi geta ekki hugsað sér páskahátíð án þess að hafa þessa góðu matvöru á veisluborðum! Portúgalir ganga engu að síður í gegnum verulegar þrengingar vegna kóvíd líkt og svo margar aðrar Evrópuþjóðir en framan af í faraldrinum var […]
Viðunandi rekstrarafkoma VSV

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði 800 milljóna króna rekstrarhagnaði (5,4 milljónum evra) á árinu 2020 á meðalgengi þess árs. Það er liðlega 40% minni hagnaður en á fyrra ári. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,3 milljörðum króna (14,9 milljónum evra) og dróst saman um 29%. Þetta kom fram á aðalfundi VSV í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn var, 25. […]
Jólasveinar í sérflokki kveðja Vinnslustöðina

Þegar starfsmenn Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar komu til vinnu núna að morgni föstudags 12. mars gátu þeir ekki reiknað með að ganga að nýuppáhelltu kaffi vísu eins og venjulega. Uppáhellarinn kvaddi nefnilega vinnustaðinn sinna til áratuga í gærkvöld og snýr sér að golfi og fleiru í fullu eftirlaunastarfi. Óskar Valtýsson hefur jafnan farið á kreik heima um […]
Samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Hugins ehf. og segir að kaup VSV á Hugin feli í sér „samruna í skilningi samkeppnislaga.“ Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er svohljóðandi, dagsett, 11. mars 2021: Í máli þessu er samruni Vinnslustöðvarinnar og Hugins til skoðunar í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Taka þarf til skoðunar hvort samruninn hindri virka samkeppni […]
Dáðadrengur í hrognafrystingu

Elfar Frans Birgisson, 21 árs gamall Eyjapeyi, hefur unnið í Vinnslustöðinni á vertíðum frá árinu 2014, fyrst á sumrin í fiski en síðan undanfarin ár í uppsjávarhúsinu. Núna vinna hann og aðrir í uppsjávarvinnslunni hörðum höndum við að frysta hrogn á síðustu sólarhringum loðnuvertíðar. Að morgni dags eftir tólf tíma næturvakt læddi Elfar Frans sér […]
Hrognin fryst dag og nótt á lokasprettinum

„Kap kom með um 1.200 tonn sem var fyrsta hráefnið okkar til hrognafrystingar á vertíðinni. Ég væri ánægður með að fá út úr þessu 150 tonn af hrognum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, síðdegis á föstudag. Kap var þá farin til veiða á nýjan leik, löndun nýhafin úr Ísleifi og í uppsjávarhúsi VSV var […]
Pönnusteikta loðnu á diskinn, takk!

Wenyi Zeng kokkur á veitingastaðnum Canton í Vestmannaeyjum fer létt með að sýna og sanna að loðna er ljómandi góður matur. Hún steikti hængi og hrygnur á pönnu í hádeginu í dag og hefði fengið margar stjörnur hjá Jónasi heitnum Kristjánssyni matrýni fyrir ferskleika hráefnis og einfalda en ljúfmannlega matreiðslu. Hún lét fiskinn stikna í […]
Áhöfn Kap II dregur furðuþorsk úr sjó

Furðufiskar þorskstofnsins hafa yndi af því að láta áhafnir Vinnslustöðvaskipa veiða sig og enda ævina í Vestmannaeyjum. Í fyrra urðu tveir fiskar landsþekktir og frétt um annan þeirra, „gulasta fisk íslenska þorskstofnsins“ var mest lesna fréttin á fréttavefnum mbl.is á árinu 2020. Áhöfnin á Drangavík VE fékk báða furðufiska liðins árs í sömu vikunni á […]