Loðnan finnst, hún er þarna

Veru­leg von­brigði eru meðal loðnu­út­gerða yfir að ekki hafi fund­ist næg loðna til að Haf­rann­sókna­stofn­un sjái ástæðu til að auka út­gefna ráðgjöf fyr­ir loðnu í kjöl­far loðnu­leiðang­urs fimm skipa sem lauk á mánu­dag. Ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar stend­ur því óbreytt í 22 þúsund tonn­um og bend­ir allt til þess að afla­mark í loðnu verði veitt er­lend­um skip­um […]

Guli furðuþorskurinn af Drangavík á vinsældatoppi mbl.is árið 2020

Frétt á Vinnslustöðvarvefnum um „gulasta fisk íslenska þorskstofnsins“ var birt í framhaldinu í 200 mílum á fréttavefnum mbl.is og reyndist sú mest lesna þar á bæ á öllu árinu 2020!. Þannig greinir mbl.is frá tíðindunum 10. janúar 2021. Áhöfnin á Drangavík, VSV-vefurinn og Gunnar Jónsson fiskifræðingur skrá sig þar með sameiginlega í sögubækur ársins 2020 að […]

Binni lítur um öxl og kveður árið 2020 + myndaveisla

Árið 2020 er árið sem allir munu muna eftir. Árið sem heimurinn breyttist í einu vetfangi með COVID 19 farsóttinni. Við urðum að breyta öllu okkar háttarlagi og verklagi til lands og sjávar nánast á einni nóttu. Við hittum viðskiptavini okkar og skipulögðum sölustarfsemi á fjarfundum. Við tókum sjaldan á móti gestum og lokuðum okkur […]

Gleðilega hátíð!

Bjallan á VSV-húsinu og kertið við Fiskimjölsverksmiðju VSV eru sýnilegir boðberar hins sanna jólaanda og lýsa upp tilveruna í svartasta skammdeginu í bænum okkar. Hvoru tveggja á sér sögu og er liður í aðventu- og jólahefð Vestmannaeyja. Reykháfurinn var reistur við bræðsluna sumarið 1925, mikið mannvirki og stöndugt. Hann hefur fyrir löngu lokið upphaflegu hlutverki […]

Olla kveður Vinnslustöðina eftir að hafa starfað þar í nær hálfa öld

„Auðvitað er tilveran undarleg á köflum. Ég sakna vinnunnar og vinnufélaganna en þegar illa viðrar er vissulega þægilegt að geta bara verið heima í hlýjunni! Mér hefur annars alltaf líkað vel í fiskvinnslu og Vinnslustöðin var alltaf góður vinnustaður,“ segir Ólöf Hauksdóttir – Olla, fiskverkakona sem lét nýlega af störfum í Vinnslustöðinni. Hún fór að […]

Jólagjafir, afmæli og starfslok

Hefð er fyrir því að Vinnslustöðin bjóði starfsmönnum sínum í jólakaffi á aðventunni og færi þeim gjafir og heiðri sérstaklega þá sem eru að láta af störfum eða átt hafa stórafmælinu á árinu. Jólakaffið féll niður í ár vegna samkomutakmarkana en starfsmenn fengu engu að síður afhentar gjafir vegna jóla, afmælis eða starfsloka. Þá má […]

VSV-síldin betri en Ísfélagið sigraði í umbúðakeppninni

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar í ár fékk afbragðsdóma algjörlega hlutlauss kviðdóms starfsmanna á skrifstofu VSV á blindsmökkunarsamkomu í dag. Jólasíld Ísfélagsins fékk góða dóma líka en var sett skör lægra í aðaleinkunn þegar öll stig í bragð- og skynmati voru lögð saman. Síldarkviðdómur VSV fjallaði bæði um innihald og umbúðir. Í umbúðahlutanum hafði Ísfélagið betur og þar […]

Jólasíld VSV komin í hátíðarílátin – vaxandi spenna

Jólin nálgast og margrómuð jólasíld Vinnslustöðvarinnar er komin í fötur og bíður þess nú á lager að verða afhent eftirvæntingarfullum viðtakendum á aðventunni. Fyrir fjölda fólk eru engin jól án jólasíldarinnar. Það er alveg á hreinu. Hópur fólks vann í dag að því hörðum höndum undir þaki uppsjávarvinnslu VSV að ganga frá síldinni í merktum […]

Lóðsinn aðstoðaði Drangavík til hafnar

Bilun kom upp um borð í togaranum Drangavík VE þegar skipið var á veiðum austur í Breiðamerkurdýpi í morgunn. „Þetta er bilun í skiptiskrúfunni sem veldur því að það er ekki hægt að minnka skrúfuskurðinn. Skipið keyrði fyrir eigin afli til Eyja en það þótti ráðlegt að kúpla frá við Bjarnarey og láta lóðsinn draga […]

Útvegsbændafélagið aldargamalt

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fagnar aldarafmæli sínu um þessar mundir eða réttara væri líklega að segja á kóvíd-tímum að nú séu liðin 100 ár frá stofnun félagsins en hátíðarhöld af því tilefni bíði um sinn. Félagið hét upphaflega Útvegsbænda- og atvinnurekendafélag Vestmannaeyja, stofnað 20. október 1920, og skráður tilgangur þess meðal annars að „stuðla að sanngirni og […]