Makrílvinnsla af stað hjá Vinnslustöðinni

Löndun stendur nú yfir á 200 tonn af makríl frá Kap VE sem veiddist 30-40 mílur suð-austur af Vestmannaeyjum. „Þetta er stór og fínn makríll miðað við júní-fisk,“ sagði Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni í samtali við Eyjafréttir. Um er að ræða fyrsta makrílinn á þessari vertíð sem veiddur er í íslenskri lögsögu en stefnt er að […]
Saltfiskur, Sverrir, Einsi kaldi og VSV

„Ég hef áður verið með saltfisk á matseðlinum en hann hreyfðist varla. Í vetur ákvað ég að prófa aftur og þá brá svo við að saltfiskurinn varð strax einn vinsælasti rétturinn hjá okkur. Það kom mér gleðilega á óvart en líklega höfum við félagarnir fundið réttu meðhöndlunarformúluna!“ Einar Björn Árnason, eigandi og yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins og […]
Gleðilega sjómannadagshelgi!

Vinnslustöðin óskar sjómönnum sínum gleðilegs sjómannadags! Megi sjómannadagshelgin verða þeim og fjölskyldum þeirra fagnaðarrík, sem og öllu öðru starfsfólki félagsins með þakklæti fyrir samstöðu og baráttuvilja á erfiðum tímum kórónufaraldurs í vetur og vor. Minnumst þess samt að veiran er fjáranum lúmskari og ósigruð enn þótt úr henni sé mesti vindurinn. Gefum því ekkert eftir […]
Árið 2019 eitt besta ár í sögu VSV þrátt fyrir loðnubrest

Rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. skilaði hagnaði upp á um 1,2 milljarða króna (9 milljónir evra) á árinu 2019. Framlegð samstæðunnar (EBITDA) nam 2,9 milljörðum króna (20,9 milljónum evra), jókst um 8,4% frá fyrra ári og hefur aldrei verið meiri í evrum talið. Árangurinn náðist þrátt fyrir að engin loðna veiddist í fyrra og humarvertíðin væri ekki […]
Saltfiskframleiðendur standi í fæturna

Vetrarvertíð er nýlega lokið og Sverrir segir ávallt talsverðar birgðir saltfisks í landinu á þessum tíma. Þær séu hvorki meiri né minni en undanfarin ár. Aðal sölutíminn í fullsöltuðum saltfiski er haustin. Útbreiðsla kórónuveirunnar og gagnráðstafanir sem þjóðir heims hafa gripið til hafa haft talsverð áhrif á saltfiskmarkaðinn eins og flesta aðra geira sjávarútvegsins hér […]
Humarvertíðin hafin en fátt um gleðitíðindi

Nýlega hafin humarvertíð er tíðindalítil eins og gera mátti ráð fyrir þegar bágt ástand stofnsins er haft í huga. Fyrsta humri ársins hjá VSV var landað úr Brynjólfi VE föstudaginn 8. maí og Drangavík VE er sömuleiðis á humarveiðum. Bátarnir hafa verið í Skeiðarárdýpi fyrstu daga vertíðarinnar. Humarstofninn er lélegur og líkt og fyrra gaf […]
Fimmtubekkingar spá í loðnu

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja rannsökuðu loðnu í bak og fyrir í kennslustund í fyrri viku og fræddust um þennan dyntótta fisk sem síðast veiddist 2018 en hvorki í fyrra né í ár. Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, lumaði hins vegar á nokkrum loðnum af 2018-árgerðinni í frysti og færði skólanum með ánægju. Fimmtubekkingar […]
Flikkað upp á Óttar selfangara, áður Ísleif VE

Útgerðarfyrirtækið Norse Marine AS í Tromsö hefur heldur betur flikkað upp á ásýnd Ísleifs VE-63 sem Vinnslustöðin seldi til Noregs í apríl 2016. Skipið fékk nafnið Ottar og hefur bæði verið notað við selveiðar í Norðuríshafinu og til flutninga hráefnis til bræðslu í Norður-Noregi. Ottar kom á dögunum úr klössun í Klaipeda í Litháen. Við […]
Mikil aðsókn í starf vinnslustjóra hjá VSV

Vinnslustöðin auglýsti starf vinnslustjóra í saltfisk um miðjan aprílmánuð. Tæplega 40 umsóknir bárust í starfið. Umsóknir bárust bæði frá Íslandi og Portúgal en auglýsingin var einnig birt í portúgölskum miðlum. “Á næstu dögum verður farið yfir umsóknir og í kjölfarið rætt við þá umsækjendur sem koma til greina. Ætlunin er að ráðningu verði lokið fyrir […]
Breki VE aflahæsti togari landsins í apríl

Breki VE gerir það gott. Hann var aflahæsti togari landsmanna í apríl og aflaverðmætið meira en nokkru sinni fyrr í einum mánuði frá því Vinnslustöðin fór að gera skipiðið út! Heildarafli Breka var 1.077 tonn í apríl og næst kom Björg EA með 857 tonn. Drangavík VE er í 11. sæti með 560 tonn. Aflaverðmæti […]