VSV Finland Oy – Nýtt dótturfélag í Helsinki

Vinnslustöðin hefur stofnað dótturfélagið VSV Finland Oy og ráðið til þess finnskt starfsfólk sem aflað hefur sér reynslu og þekkingar á innflutningi á eldislaxi og markaðssetningu, sölu og dreifingu laxins í Finnlandi og í Eystrasaltsríkjunum. VSV Finland Oy er með bækistöð í Helsinki (sbr. meðfylgjandi mynd) og hefur þegar tekið starfa. Framkvæmdastjóri er Mika Jaaskelainen, áður framkvæmdastjóri Kalatukku […]

Góðu gengi og farsælu samstarfi við VSV fagnað í eins árs afmæli Hólmaskers

Starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Hólmaskers í Hafnarfirði gerðu sér dagamun í morgun í tilefni af því að eitt ár var liðið frá því hjónin Jóhanna Steinunn Snorradóttir og Albert Erluson, eigendur Hólmaskers ehf., keyptu rekstur fiskvinnslu Stakkholts að Lónsbraut 1 og tóku við honum daginn eftir. Fáeinum dögum síðar var greint frá því að Vinnslustöðin hf. hefði […]

Viljayfirlýsing um kaup VSV á Ós ehf. og Leo Seafood ehf.

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. og hluthafar í Ós ehf. og Leo Seafood ehf. í hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup Vinnslustöðvarinnar á öllu hlutafé í félögunum tveimur. Viljayfirlýsingin er með fyrirvörum um tiltekin atriði en gangi kaupin eftir er gert ráð fyrir að samningar þar að lútandi verði undirritaðir á næsta ári. Ós ehf. á og gerir […]

Breki VE sigldi 3.300 sjómílur þvers og kruss í haustralli Hafró

Screenshot

Breki VE lagði úr Hafnarfjarðarhöfn fyrr í dag áleiðis til Vestmannaeyja að afloknu haustralli Hafrannsóknastofnunar sem leigði skipið í verkefnið annað árið í röð. Veiðarfærum var skilað í land í Hafnarfirði og flestum í áhöfninni reyndar líka til að þeir kæmust á árshátíð VSV í kvöld. Fjórir urðu eftir um borð til að sigla Breka […]

Marhólmar efstir í flokki meðalstórra fyrirtækja

Matvælafyrirtækið Marhólmar ehf. vermir efsta sætið á lista „topp tuttugu“ meðalstórra fyrirtækja á nýbirtum lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2022. Á samanlögðum lista allra 875 framúrskarandi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum á landinu eru Marhólmar í 119. sæti. Óhætt því að óska Marhólmafólki til hamingju með framúrskarandi árangur! Í tilefni dagsins birtum við […]

Breki VE tekur þátt í stofnmælingu botnfiska að haustlagi

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) hófst 1. október síðastliðinn og stendur yfir næstu vikurnar. Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar HF-200 taka tveir togarar þátt í verkefninu; Breki VE-61 og Múlaberg SI-22. Togað verður á rúmlega 370 stöðvum umhverfis landið og rs. Árni Friðriksson hefur einnig varið tveimur sólarhringum á Dohrnbanka til þorskmerkinga. Verkefnið sem er einnig […]

Aðventan hafin hjá Ingigerði jólasíldardrottningu

Síldaraðventan er hafin í Vinnslustöðinni. Niðurtalning til jóla hefst hjá venjulegu fólki fjórum vikum áður en klukkur hringja inn hátíðina. Aðventan gengur hins vegar í garð strax í október hjá Ingigerði Helgadóttur flokksstjóra í uppsjávarvinnslunni. Þá hefst nefnilega framleiðsluferli hinnar ómissandi jólasíldar VSV með tilheyrandi gleði hjá þeim sem skipa síldarhópinn í fyrirtækinu og spenningi […]

Meistari Andésar andar-leika á leið í hásætið í brúnni

„Ég er að æfa fótbolta með Leikni í 6. flokki. Mér finnst líka rosalega gaman að fara með pabba mínum á sjóinn einu sinni á ári. Svo finnst mér bara gaman að leika mér með vinum mínum og vera í tölvunni.“ – Hvað langar þig til að gera í framtíðinni? „Mig langar til að vera […]

Portúgalskt sólskin virkjað til saltfiskþurrkunar í Grupeixe

Verð á raforku og gasi í Evrópuríkjum hækkar næstum því daglega og er að jafnaði orðið meira en þrefalt á við það sem gerðist áður en styrjöld braust út í Úkraínu. Staða og viðbrögð í Grupeixe, saltfiskframleiðslufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portúgal, segir sína sögu. Þar hafa rekstrarútgjöld aukist gríðarlega, segir Nuno Araujo framkvæmdastjóri: „Við bregðumst meðal […]

Kap heim af síldarmiðum með hálfþrítugan skipstjóra í brúnni

Halldór Friðrik Alfreðsson fór í fyrsta sinn á sjó með föður sínu átta ára gamall og og var mikið að snöfla með honum niðri í bát sem smápjakkur. Pabbinn var yfirvélstjóri á Gullbergi VE frá 1997 til 2007. Ellefu ára var Halldór Friðrik í veiðiferð með afa sínum og alnafna, þá starfsmanni Hvals hf. Þeir […]