18. umferð Lengjudeildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. Eyjamenn eru í baráttu á toppi deildarinnar. Þeir eru í öðru sæti með 32 stig, stigi á eftir toppliði Fjölnis.
ÍBV fór illa af ráði sínu í síðasta leik gegn ÍR, þegar þeir töpuðu niður tveggja marka forystu á heimavelli og urðu af tveimur mikilvægum stigum. Hvorki hefur gengið né rekið hjá Gróttu. Liðið er á botni deildarinnar með aðeins 13 stig og hefur liðið tapað þremur síðustu leikjum. ÍBV vann fyrri leik liðanna 0-3.
Leikurinn í dag hefst klukkan 16.00 á Hásteinsvelli og verður upphitun, sem hefst klukkutíma fyrir leik og verður hamborgari og kaldur á sólartilboði. Leikir dagsins í deildinni eru:
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst