Karlalið ÍBV í handbolta leikur síðasta leik sinn í 1. umferð 1. deildar karla í dag klukkan 13:30 þegar Eyjamenn taka á móti neðsta liði deildarinnar, Fjölni. Eyjamenn eru með fullt hús stiga og eru efstir í deildinni en Fjölni hefur ekki enn tekist að ná í stig. Það búast því flestir við auðveldum sigri ÍBV en þó ber að hafa varann á.