Karlalið ÍBV tekur á móti Selfyssingum í dag, þriðjudag í 1. deildinni en leikurinn fer fram í Eyjum og hefst klukkan 18:00. Síðast þegar þessi lið mættust í Eyjum varð allt vitlaust, Selfyssingar sendu myndband á fréttastofu Stöðvar 2 þar sem Davíð Þór Óskarsson virtist kýla leikmann Selfyssinga. Fram að þeim leik voru Eyjamenn ósigraðir í deildinni en eftir leikinn hefur allt gengið á afturfótum hjá ÍBV og vilja margir meina að leikurinn og það sem í kjölfarið gerðist, sé ein af ástæðunum fyrir slöku gengi Eyjamanna í deildinni.