Takk fyrir mig – yndislega eyja.
22. desember, 2020

Undir lok árs 2018 er fastalandinu sleppt og haldið til Eyja þar sem næstu tvö árin skyldi sinna mikilvægu verkefni fyrir samfélagið í Eyjum. Fjölskyldan var áhugasöm að festa búsetu í Vestmannaeyjum enda yndislegur staður. Samfélagið tók okkur opnum örmum og munum við búa að góðum tengslum sem skapast hafa á þessum tíma. Hér höfum við eignast góða vini og munum geyma einstakar minningar og viðhalda góðum tengslum um ókomna tíð.
Sem framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., hefur hver nýr dagur verið viðburðarríkur en þessu sérstaka verkefni hefur fylgt nokkuð flókin og erfið viðfangsefni og mörg hver jafnvel poppað upp fyrirvaralaust. Eins vel og hægt var að ganga frá yfirtöku ferjusiglinga verður ekki hjá því komist að nefna þá staðreynd að nánast ekkert gékk eftir eins og til stóð. Seinkun á afhendingu ferjunnar og allir þeir fylgikvillar sem fylgdu í kjölfarið hafa litað þennan rekstrartíma. Undir það síðasta skall, fyrirvaralaust á heimsbyggðina veiurfaraldur sem hefur haft veruleg áhrif á reksturinn. Engu að síður hefur vel tekist til og þjónusta við samfélagið verið bætt verulega. Staðfesta og trú þeirra sem komið hafa að rekstri ferjunnar hefur verið til fyrirmyndar og vænti ég þess að hún verði áfram slík.
Rekstrar- og starfsumhverfi félagsins hefur verið nokkuð sérstakt þennan tíma en engu að síður hefur verið gefandi að takast á við þetta verkefni. Einhverjir sigrar hér og þar en vissulega einhver ágjöf líka.
En ég veit að sú vegferð sem hafin er mun halda áfram og félaginu mun takast að ná þeim markmiðum sínum að bæta enn frekar í þjónustu við íbúa samfélagsins – þeirri vinnu lýkur í raun aldrei.
Starfstími minn í Eyjum hefur einkennst af því að ná settu markmiði stjórnar félagsins þ.e. að bæta þjónustu við íbúa og samfélagið. Þessi vinna hefur útheimt orku og mikinn tíma. Það verður því ekki horft framhjá því að á þessum tímamótum, eftir rúmlega tveggja ára starfstíma, er tímabært að taka nýja áskorun í lífinu og halda upp á fastalandið að nýju.
En þessi tími, þó á stundum hafi verið erfiður, hefur líka verið skemmtilegur og ánægjulegur. Fyrir það ber að þakka. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast helstu innviðum samfélagsins, forsvarsmönnum fyrirtækja og stofnana sem eiga allt sitt undir í sínum rekstri, áhugafólki um siglingar og ölduhæð og svo frábærum íbúum sem nýtt hafa þjónustu félagsins. Ég eignaðist meira að segja óvænt pennavin sem ég hef ekki átt síðan ég var 11 ára.
Ég bið ykkur sem samfélag að sameinast um það sem skiptir máli, styðja þá sem skipa framlínuna í rekstri ferjunnar og tryggja sem einn málsvari að þjónusta um þennan eina þjóðveg eða þjóðleið verði tryggð til framtíðar. Það eitt skiptir máli í stóra samhenginu.
Um leið og ég þakka samstarfsfólki mínu, öllu því góða fólki sem sinnt hefur stjórnarstarfi fyrir félagið, bæjarstjóra, bæjarráði, kjörnum fulltrúum og að lokum öllum íbúum samfélagsins fyrir samferðina og samstarfið í þennan tíma er við hæfi að kveðja með línu úr Þjóðhátíðarlagi ársins 2020 – því vil ég segja, takk fyrir mig – yndislega eyja.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Guðbjartur Ellert Jónsson

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst