Meðal atburða í fjölbreyttri dagskrá Goslokahátíðar um sl. helgi var vígsla endurgerðrar gluggahliðar Blátinds við Heimagötu. Í síðustu Eyjafréttum var fjallað um undirbúning verksins sem hófst sl.haust og hvernig verkefnið þróaðist.
Húsið Blátindur hafði ákveðna sérstöðu meðal þeirra fjölmörgu húsa sem fóru undir hraun í Heimaeyjargosinu 1973, en hluti hússins stóð út úr hraunkantinum við Heimagötu við goslok.
Arnar Sigurmundsson, formaður vinnuhóps um endurgerð gluggahliðar Blátinds, gerði grein fyrir verkefninu við vígsluna sl. föstudag að viðstöddum fjölmörgum gestum, en framkvæmdir hófust í byrjun maí og lauk 7. júlí sl. Í ávarpi Arnar kom fram að Blátindur hafi fljótlega eftir goslok 1973 orðið táknmynd þeirra byggðar er fór undir hraun og ösku í gosinu.
Bæjaryfirvöld höfðu látið gera gott aðgengi af rústum hússins og þannig liðu árin. �?ann 24. júní 2013, 40 árum eftir goslok féll síðasti hluti rústa hússins. Haustið 2016 var ákveðið að koma á vinnuhóp sem skyldi móta tillögur og fylgja eftir framkvæmd og starfaði hann í nánu samstarfi við Umhverfis- og framkvæmdasvið bæjarins og �?ekkingarsetur Vestmannaeyja. Samið var við Ársæl Sveinsson sem verktaka við endurgerð og einnig komu fjölmargir iðnaðarmenn við sögu.
Endurgerð gluggahliðar hússins er nákvæmnisverk og þurfti meðal annars að sérsmíða svalahandrið svo dæmi sé tekið. Gagnvirk tækni er notuð við sýningar á 75 tommu skjá í gegnum gluggann á 30 myndum úr sögu hússins, fjölskyldunnar sem þar bjó, af svæðinu fyrir gos, og í gosinu. �?essi tækni virkar þannig að þegar gengið er að glugganum fer í gang sýning sem tekur rúmlega fimm mínútur.
Við athöfnina afhjúpuðu Sigrún og Stefanía, dætur �?orsteins Sigurðssonar og �?nnu �?. Jónsdóttur á Blátindi, glæsilegt útiskilti með þremur ljósmyndum Sigurgeirs í Skuld. Að lokum þakkaði Arnar Sigurmundsson þeim fjölmörgu sem komu að verkefninu með einum eða öðrum hætti.