Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV, 28:25, Olís-deild kvenna í Shenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. �?eir voru með yfirhöndina allan leikinn og náðu mest sjö marka forskoti í síðari hálfleik, 23:16. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10, en góður upphafskafli liðsins í síðari hálfleik lagði grunn að sigrinum ásamt stórleik Elínar Jónu �?orsteinsdóttur markvarðar sem varði 20 skot.
Mbl.is greindi frá.
Sem fyrr segir þá voru Haukar sterkari frá upphafsmínútum leiksins. �?eir tóku forystuna strax og héldu henni til enda. Flestir leikmenn Eyjaliðsins virtust daufir í dálkinn og náðu sér lítt á strik. Á síðustu mínútum leiksins freistaði Eyjaliðið að bíta frá sér í kjölfar þess að Haukar fóru illa að ráði sínu í nokkrum sóknum. �?á herti Elín Jóna róðurinn í markinu og varði hvert opið marktækifærið á fætur öðru auk þess sem stalla hennar, Tinna Húnbjörg, varði eitt vítakast.
Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig en Haukar eru í sætinu fyrir neðan með 10 stig. Enn eru átta umferðir eftir af deildinni en ljóst að þetta tap dró nokkuð úr möguleikum ÍBV-liðsins á að ná fjórða sæti deildarinnar. Fjögur efstu lið deildarinnar ná sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Ramune Pekarskyte skoraði níu mörk fyrir Hauka og var markahæst þrátt fyrir að vera tekin úr umferð verulegan hluta leiksins. Hornamaðurinn Sigrún Jóhannsdóttir kom næst með fimm mörk. Greta Kavailuskaite skoraði átta mörk fyrir ÍBV og Karólína Bæhrenz Lárudóttir var næst með sjö mörk.