Blaðamaður sló á dögunum á þráðinn til Theodórs Sigurbjörnssonar en hornamaðurinn öflugi hefur verið að glíma við tognun aftan í læri síðustu misseri. Hvernig er staðan á þér í dag? �??Heyrðu, staðan er jákvæð eins og er, ég er loksins byrjaður að æfa á fullu,�?? segir Teddi sem byrjaði aftur að æfa með liðinu á miðvikudaginn í síðustu viku.
Teddi hefur verið viðloðinn landsliðið núna í einhvern tíma og fékk m.a. að spreyta sig hjá nýjum þjálfara, Geir Sveinssyni, í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Hann þurfti hins vegar að bíta í það súra epli að fylgjast með félögum sínum í gegnum sjónvarpið að þessu sinni vegna meiðsla. Er ekki erfitt að horfa á strákana í landsliðinu nú þegar þú varst svo grátlega nálægt því að fara út sjálfur? �??Jú, það hvílir einhver bölvun á mér í kringum þetta landsliðið. �?að hefði verið ákveðinn gluggi að komast út til Frakklands og fá mínútur en þetta er hluti af þessu og maður verður bara að taka því,�?? segir Teddi.
�?að er leikur gegn toppliði Aftureldingar 2. febrúar. Hvernig kemur liðið undan jólafríi? �??Liðið kemur vel undan fríinu og allir ættu að vera 100%. Liðið er loksins að skríða saman og ef allt gengur eftir ættum við að vera með fullskipað lið eftir landsleikjatörnina,�?? segir Teddi að lokum.