Tekið við umsóknum um starfslaun bæjarlistamanns 2010
9. mars, 2010
Fræðslu- og menningarráð Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun fyrir bæjarlistamann árið 2010. Í gildandi reglum um úthlutun starfslaunanna segir m.a.: Sækja skal um starfslaun til menningar og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Að jafnaði koma þeir einir til greina sem bæjarlistamenn sem búsettir eru í Vestmannaeyjum.