„Okkur líst ekki á þetta,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns þegar hann var spurður út í frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða. „Ég sá frumvörpin fyrst sl. föstudag en get lítið tjáð mig um efnisatriði því það ríkir trúnaður á þessu ennþá. En það er verið að flækja málin ennþá meira en var og reglugerðarvaldið sem ráðherra fær í hendur er endalaust. Sjómenn í Vestmannaeyjum vita að það verður minna til skiptanna, því 55% viðbótarheimilda skila sér til þeirra og 45% fara í einhverjar æfingar hjá ráðherra, byggðakvóta, strandveiðar og fleira. Þannig að við erum ekki ánægðir,“ sagði Valmundur og reiknaði með að ályktun um málið bærist frá Sjómannasambandi Íslands í næstu viku.