Félög sjómanna funduðu með sjómönnum eftir að síðasti samningur var felldur. Eftir þá fundi settu fulltrúar sjómanna sameiginlega fram fimm viðbótarkröfur við fellda samninginn frá því í desember. �?ær kröfur sem settar voru fram til viðbótar því sem er í fellda samningnum eru eftirfarandi:
�?tgerðin bæti sjómönnum afnám sjómannaafsláttarins. Olíuviðmiðið breytist, þannig að lágmarks skiptaverð verði 73% í stað 70% nú (4,3% hækkun aflahluta). Fæði verði frítt, sjómenn fái frían vinnufatnað og tekið verði á fjarskiptakostnaði skipverja.
�?etta kom fram hjá Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins þegar hann var beðinn um að lýsa stöðunni í sjómannadeilunni.
�??Farið var vel yfir öll framangreind atriði á samningafundum með útgerðinni eftir að viðræður hófust aftur eftir áramótin. �?ó ekkert hafi verið frágengið var það mat samninganefnda sjómanna að kröfur um fæði, vinnufatnað og fjarskiptakostnað næðu fram að ganga. �?.e. að hægt yrði að semja um frítt fæði, frían vinnufatnað og að ásættanleg lausn næðist varðandi fjarskiptamálin.
Hins vegar voru útgerðarmenn ekki tilbúnir að hreyfa við olíuverðsviðmiðuninni. Og krafan um bætur fyrir afnám sjómannaafsláttarins er á hendur SFS og hefur alltaf verið. �?tgerðarmenn neita henni og hafa lýst yfir að þeir vilji aðstoða okkur við að sækja sjómannaafslátt á hendur ríkinu,�?? sagði Valmundur.
�?riðjudaginn 17. janúar var gert viku hlé á viðræðum til að kynna sjómönnum hvað hefði áunnist og hvað ekki. Eftir fundi forystumanna sjómanna um allt land í viðræðuhléinu með fáheyrandi metþátttöku sjómanna var vilji sjómanna skýr, engar tilslakanir frá ofangreindum fimm kröfum sem settar voru fram af sameiginlegum samninganefndum sjómanna í byrjun árs.
�??�?etta var kynnt fyrir viðsemjendum okkar sl. mánudag. �?eir töldu sig ekki geta komið til móts við hógværar og sanngjarnar kröfur sjómanna til að ljúka þessari deilu. �?að er ástæða þess að uppúr viðræðum slitnaði sl. mánudag.�??