Þann 1. desember, tók Terra formlega við þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ, sem áður var í höndum Kubbs. Samningurinn nær til þjónustu við heimili og stofnanir bæjarins, auk reksturs móttökustöðvar og þjónustu við grenndarstöðvar. Þetta nýja verkefni markar tímamót og felur í sér fjölmörg tækifæri til að lyfta úrgangsmálum Vestmannaeyja á hærra plan. Fyrirtækið hefur miklar væntingar til verkefnisins og leggur áherslu á að bæta þjónustu og auka sjálfbærni í starfseminni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.
Til að stýra verkefninu hefur Daníel Edward Jónsson verið ráðinn sem rekstrarstjóri. Hann hefur nú þegar hafið störf og mun leiða sex manna teymi sem fluttist yfir frá Kubbi. Með honum í teyminu eru Jónstein, Siggi, Eddy, Slaw, Tryggvi, Michal og Roland.
Terra skilgreinir sig sem fyrirtæki í umhverfisþjónustu, býður upp á lausnir til söfnunar og flokkunar á úrgangi og endurvinnsluefnum, og sér um að koma þessum efnum í réttan farveg. Terra starfar um land allt.
Fyrirtækið hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Til gamans má geta að Terra hefur hlotið viðurkenningu sem eitt af 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2024, segir í tilkynningunni.
Virka daga: 10:00 – 18:00
Helgar: 11:00 – 16:00
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst