Frá næstu áramótum munu Vestmannaeyjar tilheyra nýju Suðurprófastsdæmi. Frá árinu 1952 hafa þær verið hluti af Kjalarnessprófastsdæmi en þar áður í Rangárvallaprófastsdæmi. Í hinu nýja prófastsdæmi eru auk Vestmannaeyja, Skaftafellssýsla, Rangárvallarsýsla og Árnessýsla, en fjölmennustu sóknirnar eru á Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn. Þetta var ákveðið á kirkjuþingi í síðustu viku þar sem lá fyrir tillaga biskupsfundar um breytingar á skipan prófastsdæma og prestakalla.