�?að var mikið um dýrðir þegar ÍBV-konur komu með bikarinn sem var þeirra eftir að þær lögðu Stjörnuna að velli á Laugardalsvelli. Mikil flugeldasýning var þegar Herjólfur sigldi inn höfnina og á Básaskersbryggju biðu þúsundir til að fagna með stelpunum.
Veður var gott en nokkur rigning sem fólk lét ekki á sig fá og var alls ekki færra á bryggjunni núna en þegar karlarnir komu með sinn bikar í síðasta mánuði. Og gleðin var ekki síðri þar sem ungar konur höfðu sig mikið í frammi, þetta var þeirra dagur.
�?etta er í fjórða skiptið síðan 2014 að Eyjafólk fær tækifæri til að fagna góðum árangri ÍBV, fyrst var það handboltinn sem skilaði titlum og svo komu karlarnir með bikarinn fyrr í sumar og nú voru það stelpurnar. Viðtökurnar voru með svipuðum hætti, flugeldar, tónlist og ræðuhöld en þetta verður aldrei hversdagslegt svo mikil er gleði leikmanna og stuðningsmanna þegar fagnað er bikar- eða Íslandsmeistaratitlum.
�?að hlýtur líka vera leikmönnum ÍBV hvatning þegar á hólminn er komið að góður árangur skilar einni allsherjar veislu þegar komið er heim til Eyja. Og ÍBV-konur vissu hvað beið þeirra og geisluðu af gleði og tóku af fullum krafti þátt í gleðinni, þær voru drottningarnar og það vissu allir.
Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV sagði í stuttu ávarpi að hún væri svo óendanlega stolt af því að starfa í jafn öflugu félagi og ÍBV er. Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi óskaði konum til hamingju og sagði þær frábæra fulltrúa Vestmannaeyja.
Leó Snær sá um tónlistina sem náði hæstum hæðum í �?ar sem hjartað slær og vel var tekið undir í fótboltalaginu, Sjáðu jökulinn loga.
Já, það var mikil gleði þennan dag og við Eyjafólk getum verið stolt af okkar fólki í íþróttum, keppendum, stuðningsfólki og þeim fjölda sjálfboðaliða sem sjá um að halda öllu gangandi.